Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hvenar verða hraðamælingar boðnar út

Nú á að fara að einkavæða sýnatökurnar hjá löggunni.  Það er ekki nóg að það eigi að eikavæða löggubílana.  Hvað verður eikavætt hjá lögunni næst, þeir sjálfir eða hvað.

Auglýst er eftir meinatæknum, læknum eða öðrum með slíka menntun til að annast sýnatökur úr ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.

Hver ræður gjaldskrá heilbrigðisstofnanna, eru þær ekki ríkisreknar ?  Er ekki bara verið að færa pening úr einum vasa í annan hjá ríkinu.

Ég hélt að einkavæðing væri ekki á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar en nú virðist allt ætla að verða falt.


Íslenskir glæpamenn í suður-Ameríku

Grunur leikur á að Íslendingur reki skipulagða glæpastarfsemi í Brasilíu. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, segir enga tilviljun að Íslendingar hafi ítrekað verið gómaðir þar með kókaín.

Það er því augljóst að þeir sem eru að smygla þarna í suður-ameríku vita vel að hverju þeir ganga ef þeir eru gómaðir.

Það er því nokkuð ódýrt að tala heim og kalla, mamma, mamma, ég er ekki glæpamaður, þetta var alveg óvart.

Hvað hefði orðið um neytendur 6 kílóa af Cocaini hér heima.  Þetta hefði orðið um 55-60 kíló á götunni svo það er ekki verið að tala um neitt smáræði.

Hvaða vorkun hefðu fjölskyldur sem splundrast hefðu fengið hjá almenningi vegna þessa.  Ég held enga.

Af hverju eru þá fréttamenn sífellt að setja upp ákall eftir vorkunsemi fyrir smyglarann sem hefði með farmferði sínu skapað' mörgum fjölskyldum hörmungum og jafnvel splundrað þeim.

Ja for fanede.

Þeir sem eru tilbúnir til að standa í svona nokkru og valda ómældri óhamingju margra mega mín vegna rottna í þriðja-heims fangelsum.


Jólasveinar enn á ferð

dancing_deer_mom

Fimm jólasveinar brutust um helgina inn í Sláturhúsið á Hellu og stálu þaðan samtals 670 kílóum af kjötvörum.

Jólarnir voru á tveimur bílum.  Selfosslögreglan stöðvaði bílana rétt austan við Selfoss og fann þýfið.

Þá voru jólasveinarnir beggja bílanna undir áhrifum fíkniefna.

Þetta er fjórða innbrotið í sláturhúsið frá því í ágúst s.l. og leikur grunur á að sömu jólasveina kunni að hafa verið að verki í öll skiptin. Lögreglan á Hvolsvelli sér um rannsókn málsins.  

Það er þokkalegt að vera út úr skakkur við að stela sér til matar.


Það var óþarfi að sleppa þeim strax

Mönnunum þremur sem handteknir voru í kjölfar mótmælanna við Hótel Borg í dag, var sleppt að loknum yfirheyrslum undir kvöld.

Það hefði mátt geyma þá til morguns að skaðlausu.  Það verður að stoppa ofbeldi mótmælanda strax annars fáum við víðlíka uppákomur fram eftir öllum vetri.


mbl.is Þremenningunum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að koma nakinn fram

Fatalaus

Nú er svo komið á blogginu að maður verður að koma nakinn fram ef maður ætlar að fréttablogga  Þetta finnst mér miður.

Ég blogga nú ekki mikið hérna en það verur sennilega lítið sem ekkert eftir breytinguna 1 jan.

Mér er alveg sama hvað þeir gera, þeir skulu aldrei komast að því að ég heiti Túrilla Joensen


Drykkjuskapur um jólin

Það er algengara en tárum taki hve margar fjölskyldur eru ofurseldar Bakkusi konungi um jólin.  Það er þó nokkuð mikið um útköll lögreglu og félagsmálayfirvalda vegna þessa og er það til skammar.  Hvernig líf er það fyrir börnin að horfa á foreldra sína um jól, dauða drukkin og í hasar út af einhverjum málum sem ekki á að gera upp fyrir framan þau.

Þar sem erfiðleikarnir í þjóðfélaginu nú koma kannski illa niður á svona fjölskyldum má búast við sprengingu í útköllum um þessi jól því miður.  Því ættu sem flestir að láta tappann vera í flöskunni yfir hátíðarnar og hugsa frekar um börnin sín.


mbl.is Aukinn vandi kvenna sem fela drykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Srumparnir

Rainingi L

Jæja, þá eru þeir aftur mættir, Strumparnir, til að haga sér eins og fífl fyrir framan Ráðherrabústaðinn.

Flestir eru jú ágætir en innan um eru einhverjir nokkrir sem eru þarna til að ná sér í fjör og ekkert annað, slæmt að hafa þá með.


mbl.is Hávær mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengið að eigum manna

truck2smSEPTICFR

Er þetta það sem framundan er.  Ganga að fólki af fullum þunga, prútta niður eigurnar, nánast niður í ekki neitt og skilja það svo eftir, ekki á brókinni heldur brókarlaust.

Vörubílstjórar fóru á fund Halldórs Jörgenssonar forstjóra Lýsingar í morgun vegna innheimtuaðferða þeirra.

Halldór segir Lýsingu ekki geta gert neitt annað miðað við þær verkslagsreglur sem unnið er eftir. Jafnt verði yfir alla að ganga. 

Ekki líst mér á ástandið ef framhaldið verður svona hjá lánadrottnum.  Hvar eru loforð ríkisstjórnar um frystingu lána og að ekki verði gengið að fólki fyrr en um mitt næsta ár í fyrsta lagi.

 


mbl.is Kröfur frá Deutsche Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er bara að bulla núna

Össuri er gjarnt að vera svolítið yfirlýsingaglaður og segja það sem hann heldur að almenningur vilji hlusta á.  Hann blaðrar þar til Ingibjörg kippir í spottann en þá þagnar hann.

Þegar Ingibjörg hefur tekið hann á teppið étur hann alla vitleysuna ofan í sig að vanda.


mbl.is Bókunin frá Össuri komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað reykir Obama

camel 1

Það er ekki algengt að skrifað sé um reykingar þjóðhöfðingja.  Það er þá helst að það sé skrifað um reykingar Danadrottningar.  Nú hefur Barack Obama bæst í hópinn.

Ætli karlinn reyki Camel eins og ég.

 


mbl.is Obama lofar að reykja ekki í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband