Sniðugt á Íslandi

Já, það er margt sniðugt á Íslandi, eins og einn útlendingur sagði. Á meðan fjöldi fólks á ekki til hnífs og skeiðar eins og sagt er þá eys ríkisstjórnin peningum í allskonar óþarfa að mínu mati.

Hvað kostar hernaðarbröltið hjá okkur eins og þessi friðargæsla sem nú að að auka verulega.  Nú og hvað kostar þessi loftrýmisgæsla okkur, herþoturnar sem tæta hér um loftið og gera bara hávaða.

Ég gæti svo sem talið upp ótalmargt annað sem við getum verið án og við í raun höfum ekki efni á á þessum tíma.  Það grátlega er að þegar búið er að henda þessum peningum svona skuli vera hér mikill fjöldi fjölskyldna á vonarvöl og vita ekki hvernig þau eiga að halda jólin.

Ein leiðin er fyrir fólk að redda jólunum sínum er að taka út eitthvað klink út lífeyrissjóð sínum.  En þá kemur helvítis Steingrímsskatturinn, 40%, og dettur þá verulega af þeirri björginni í óþarfabrölt ríkisins, sem gerir lítið til að hjálpa þessu fólki.


mbl.is Þúsundir leita sér hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband