Taka ekki mark á mótmælum

Erum við bara að rausa og tuða þegar við erum a mótmæla.  Árni, M. Mathiesen segir eins og aðrir ráðamenn að almenningur eigi rétt á að mótmæla.  Hvað heldur þetta lið að það sé, stendur það bara á bak við gluggatjöldin glottandi eða hlæjandi á meðan við stöndum úti í kuldanum við að mótmæla.

Það virðist ekki taka nærri sér þó fólk sé að tala sig blátt í framan á mótmælafundum.  Þarf kannski að fara að skipta um gír, er það það sem ráðamenn bíða eftir.


mbl.is Þarf að stilla mótmælum í hóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ester Briem

Þurfum bara að gera e-hv róttækt! Það er ekkert mark tekið á mótmælendum og þetta er mjög þægilegt fyrir þetta lið, að geta bara gengið í rólegheitunum til sinna starfa og haldið áfram með sitt líf, eins og ekkert hafi í skorist á meðan almenningur kvakar e-hv staðar í fjarska! Svo þegar e-hver kynnt undir rassinum á þeim þá er strax kallað á óeirðalögregluna og talað um að nú verði að fara að stilla mótmælunum í hóf!

Ragnheiður Ester Briem, 2.12.2008 kl. 13:46

2 identicon

Ráðamenn taka mark ef 15-20.000 manns mæta á Austurvöll!  Það sem er hinsvegar að skemma þetta allt saman er fámennur hópur anarkista, listamanna og iðjuleysingja sem hafa haft sig mikið í frammi með dólgslátum og skemmdarverkum. ( sbr lögregustöðin og seðlabankinn í gær )

Venjulegt heiðvirt fólk sem vill mótmæla á friðsaman hátt situr frekar heima en að láta eyrnamerkja sig með þessum ruslaralýð.  Ég er ósáttur út í stjórnvöld og tel að fjölmennari friðsöm mótmæli myndu ná til þeirra betur en þessi skrílslæti.

Fólkið sem mest hefur sig í frammi í þessum látum er ekki fólk sem hinn almenni borgari á samleið með.  Atvinnumótmælendur sem hafa mótmælt stóriðju og í raun mótmælt bara einhverju.  Upp til hópa er þetta hyski, sem kann hvorki mannasiði né virðir landið sitt.  Hegðunin í gær var svo barnarleg að manni datt helst í hug að um blindfulla unglinga væri um að ræða.  Án þess að fullyrða eitt né neitt þá fannst manni af hegðun þessa skríls að ræða að fólk væri drukkið.

Reiðin er mikil en siðmenntað fólk kann að hegða sér.  Eva Hauks, sonur hennar og annar lýður er ekki það fólk sem við viljum hafa í forsvari.  Töluðum um það í gær í heita pottinum að hinn almenni vinnandi borgari yrði að finna sér annan stað til þess að mótmæla og hyskið gæti verið á sínum stað.

Baldur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:53

3 identicon

Baldur, það eru siðlaust pakk eins og þú, kjósendur vaselínsflokksins, sem eru þess valdir að fólk situr heima. Drullastu til þess að mæta og taktu aðra með þér,  landeyðan þín, ef þér er svona annt um að mótmælin séu fjölmenn.

 Ég hef aldrei heyrt þessa umkvörtun frá fólki sem mætir á mótmælin. Það er enginn hræddur við að vera bendlaður við "atvinnumótmælendur" nema þeir sem sitja á blóðugu rassgatinu heima hjá sér og fá alla sínu visku frá imbakassanum eða blogginu.

 Ef þú getur ekki andskotast til að mæta haltu þá bara þín mótmæli  í heitapottinum. Eða steinhaltu bara kjafti til að draga ekki kraftinn úr fólkinu.

Aumingi.

Jón Thoroddsen (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Ragnheiður Ester Briem

Heyr, heyr Jón!!! Berð nafn þitt með sóma :)

Baldur, það er fólk eins og þú sem skemmir fyrir restinni!!! Sjálfstæðisbleyður og hugleysingjar...látið vaða yfir ykkur á skítugum skónum fram í rauðan dauðann!!! Talið og malið í sífellu innan ykkar veruleikafyrrta og þrönga hóps, en gerið aldrei neitt sem skiptir máli!!! Heiti potturinn sagði líka sitt!!!

Ragnheiður Ester Briem, 2.12.2008 kl. 14:54

5 identicon

Bara til þess að leiðrétta þessi gáfnaljós hérna á undan þá kaus ég Samfylkinguna í sl kosningum og ef þið læsuð betur það sem ég ritaði þá er ég síður en svo sáttur með gang mála. 

Hinsvegar er það rétt að skylda okkar er að mótmæla en það er ekki sama hvernig það er gert.  Mun aldrei taka undir með þeim fámenna hóp sem réttlætir SKRÍLSLÆTIN við lögreglustöðina og seðlabankann.  Flestir sem ég hef rætt við um þessi mál eru sama sinnis, hinn almenni íslendingur er ekki sáttur við þetta.  Af hverju haldið þið að í þessu auma ástandi að aðeins 4000 manns mæti sl laugardag?  Vegna atburða við lögreglustöðina.

 Ragnhildur, heiti potturinn segir sitt? Mikið ákaflega ertu þröngsýn og pirruð.  Get sagt þér að í yfir 15 ár höfum við félagar úr öllum flokkum og stéttum hist og synt okkur til heilsubótar, rætt svo þjóðmálin og annað skemmtilegt í pottinum á eftir.  Oftar en ekki er harkalega tekið á enda breiður hópur.  Um þetta mál voru menn hinsvegar sammála um að hyskið sem er að mótmæla með skemmdarverkum og ofbeldi er málstaðnum ekki til bóta.  Í raun ferlega sorglegt að horfa uppá svona lýð.

Stend við það sem og þorri hinnar vinnandi stéttar að þetta er ekkert annað en skríll og lýður sem hagar sér svona.  Dýralæknirinn ætti hinsvegar að halda sér saman og segja af sér, við erum sammála um það.

 til þess að svara hinum vitskerta Jóni ( kemur reyndar á óvart að hann hafi getað lagt saman ruslpóstvörnina ) þá get ég sagt honum að ég mun mæta nk laugardag.  Ætla að fara með hópi fólks sem vill mótmæla ástandinu.  Hinsvegar mun ég aldrei láta bendla mig við þann skríl sem hefur sig mikið í frammi og vona svo innilega að lögreglan taki harkalega á því hyski.

Baldur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:22

6 identicon

Ég tek heilshugar undir hvert einasta orð Jóns og Ragnheiðar.

Baldur: Vertu bara heima hjá þér því fólk er að mótmæla fólki eins og þér (sbr. notkun þín á orðunum hyski, ruslaralýður og skrílslæti) og álíka hugsunarhætti.

Fólkið í landinu er búið að fá nóg af fólki sem situr í sínum fílabeinsturnum og þykist vera betra en allir aðrir.

Óskar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:26

7 identicon

Baldur: Svo myndir þú vita ef þú varst á Austurvelli sl. laugardag að það var skítakuldi og fólk getur ekki klætt sig í bílinn sinn á Austurvelli.  Það verður alltaf minna á mótmælum þegar er frost. Ruslaralýðskrílshyskispakksósómafílabeinsstéttahyggjuheitapottslýðskrumarinn þinn.

Óskar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:33

8 identicon

Óskar málefnanlegur.

Er ég að þykjast vera betri en aðrir, held ekki.  Ég virði landið mitt og lög og reglur, sætti mig ekki við að skríll ráðst inn á lögreglustöð, vanvirði lögregluna og stefnir fólki í hættu.  Veit ekki alveg hvernig mótmælin eru gegn fólki eins og mér, ég sit jafn mikið í súpunni og aðrir þó svo ég gæti haft það verra.  Hef heilsuna og góða fjölskyldu og skulda lítið.  Hvað fílabeinsturn varðar, þá er það rað hús sem ég byggði 1995.

En kemur á óvart hvað það er til mikið af fólki hér á landi sem ver þennan skríl, allt of margir.  Stend við hvert orð og vona svo sannarlega að lögreglan sjái um að halda þessum skríl í skefjum.  Svona fólk þarf að siða til.

Baldur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:36

9 Smámynd: Ragnheiður Ester Briem

Það er ekki orku eða orðum eyðandi í svona tuð, þar sem margt mun brýnna er í forgangi núna eins og róttæk mótmæli og skýlaus krafa um réttlæti og lýðræði. Við "skríllinn" höfum verk að vinna!!!

Ragnheiður Ester Briem, 2.12.2008 kl. 16:06

10 identicon

Málefnalegur segirðu Baldur.... ég gerði það sem þú ert búinn að vera að gera... takmarkið með nýyrðinu langa var að þú myndir líta í eigin barm og reyna að átta þig á því að þú ert að kalla alla illum nöfnum sem gera ekki allt eins og þú vilt. 

En þú spilar pólitíkusinn vel að láta mig fá samviskubit yfir því að nota þínar aðferðir.

Óskar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:13

11 Smámynd: Ragnheiður Ester Briem

Tek það samt fram að ég er ekki hlynnt því að reiði og gremja almennings beinist gegn lögreglunni nema full ástæða sé til. Slíkt er samt skiljanlegt, þar sem lögreglan er eina yfirvaldið sem virðist vera hægt að nálgast þessa dagana og verða því einskonar tákngervingur ráðamanna og stjórnar í hugum fólks....og fólk ER reitt!

Er samt hlynnt róttækum mótmælum og tafarlausum breytingum og mun berjast fyrir því með kjafti og klóm!!!

Ragnheiður Ester Briem, 2.12.2008 kl. 16:22

12 identicon

Ragnheiður: Ég held að reiðin beinist ekki að lögreglunni... en þegar yfirmenn lögreglu láta nota sig sem verkfæri fyrir pólitískar/ólöglegar handtökur (mannrán?) þá er best fyrir 'skrílinn' að sjá til þess að það verði ekki vinnuregla.

Haukur var þeim ekki skeinuhættur og annað hvort átti þessi handtaka að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að allt nema 'friðsöm mótmæli' væri ekki liðið (þ.á.m. gjörningar eins og að flagga bónusfána) eða þá að vekja upp ofsafengin viðbrögð sem myndu leiða til þess að 'skríllinn' myndi drepa alla samstöðu mótmælenda.  Hvort sem það var ...þá mistókst það og ég er mjög sáttur við það og ennfremur sáttur við það að Íslendingar leyfi ekki yfirvaldinu ræna fólki eftir eigin geðþótta.

Óskar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:34

13 Smámynd: Ragnheiður Ester Briem

Því er ég líka hjartanlega sammála! Náttúrlega eigum við alls ekki að láta bjóða okkur meira af þessu rugli sem er búið að vera að troða niður kokið á okkur allt of lengi...hvorki núna né nokkurn tímann! Spilling, hvar sem hún er á náttúrlega aldrei að líðast! En meinti meira að láta það ekki bitna á venjulegum lögregluþjónum út í bæ, sem eru bara að vinna sína vinnu, eitthvað sem er líklega komið frá e-hv þeim ofar í goggunarröðinni.

En trúðu mér! Ég er sko ekki að verja siðspillingu, hvorki innan lögreglunnar né annars staðar og við eigum alltaf að láta í okkur heyra ef troðið er á rétti okkar!!! Allavega ætla ég að gera það!

Það gerði mig alveg sjóðandi, bandilla þegar lögregluþjónn við Seðlabankann hrópaði að okkur fólkinu,á fullveldisdaginn seinasta, í landi sem á víst að kallast lýðveldi : "Þetta eru ólögleg mótmæli" ! Ólögleg mótmæli?!!! Hvað er nú það?

Ragnheiður Ester Briem, 2.12.2008 kl. 16:52

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur kaus Samfylkinguna og hann ber alveg gífurlega virðingu fyrir lögum og reglum. Reynið bara að skilja það aularnir ykkar.

Ábyrgðarmaður viðskiptasamfélagsins á Íslandi heitir Björgvin G. Sigurðsson. Þessi sviphreini drengur hefur líklega ekki fylgst með opinni umræðu fjölmiðla þar sem skúrt er frá (af áhugamönnum) hverju fjármálakraftaverkinu öðru stórkostlegra, svo sem eins og þegar eigur almennings í sparisjóðum og öðrum sakleysislegum fésýslustofnunum skipta skyndilega um hendur og hverfa eins og dögg fyrir sólu. Og svo eru þeir sem stóðu að hvarfinu að birtast á skjá sjónvarpsins og halda lærða fyrirlesta um sparnað og aðhaldssemi. Hann veit sennilega ekkert um GIFT og það að í höndum manna sem enga enga skilgreinda stöðu höfðu til að sýsla með sjóði Samvinnutrygginga GT eru búnir að taka sér stöðu sem stór nöfn í heimi viðskiptanna með eigur þessa félags að bakhjarli. Eigur sem reiknaðar voru að verðgildi 30 milljarða fyrir örfáum vikum en í dag orðnar að 30 milljóna skuld.

Svo eitthvað sé nefnt af öllu því sem nóttin entist ekki til að rita niður.

Samfylkingin ber ekki snefil af virðingu fyrir lögum og reglum fremur en samstafsflokkur þeirra í ríkisstjórninni. Þess vegna deilir Samfylkingin í dag öllu samsöfnuðu hatri þessarar þjóðar til stjórnvalda með samstarfsflokknum og verðskuldar það fullkomlega.

Það er nefnilega misskilningur að það eigi ekki að bregðast hratt við og finna sökudólga. Það er skylda að leita uppi glæpamenn og refsa þeim.

Og það er geipilegt öryggi fólgið í því að setja fólk í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna meðan rannsókn fer fram.

Það verður að gera þær kröfur til stjórnvalda að þau skilji þetta. Jafnvel ráðherrar Samfylkingarinnar þó vissulega séu rök til þess að vægja þeim í ströngustu kröfum um dómgreind. 

Árni Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 23:13

15 identicon

Ég tók þátt í þessari inngöngu í Seðlabankann og var meðal fremmstu manna og veit því uppá hár hvað gerðist þarna. Þessi afbökun og þröngsýni hjá Baldri er honum til minnkunnar sem hugsandi manneskju. Þessi mótmæli voru að langmestu leyti friðsamleg og það var vitsmunalegur broddur í þeim allan tímann. Um leið og óeirðarlögreglan hótaði táragasi á fólk settist það niður og hóf hendur upp til himna til merkis um að það vildi ekki ofbeldi. Kjörorðið "Réttlæti, ekki ofbeldi" var sungið hástöfum nær allan tímann. Í velflest skipti sem einhver vildi fá orðið kom þögn og fólki leyft að tala. 

 Það að kalla fólk iðjuleysingja, ansa og vaselínsmurða fávita er fyrir neðan virðingu ykkar allra. Þið eigið að standa saman sem Íslendingar en ekki rífast innbyrðis um réttu leiðina að sameiginlegu takmarki.

Ég er 38 ára, 2 barna faðir, vel menntaður og var ekki á fylleríi frekar en nokkur annar í andyri Seðlabankans 1.des. Ég tilheyri auk þess ekki neinni VG 101-listapakks gáfnaelítu eins og Baldur gefur til kynna. Ég tók engin neyslu eða húsnæðislán, á ekki bensínfrekan jeppa og líf mitt og geðheilsa er ekki undir eins og ótal margra á Íslandi í dag. 

Ég ber virðingu fyrir öllum Íslendingum og við verðum öll að standa saman í dag, Stétt með Stétt. Ég heyrði orðrétt orðaskiptin milli helstu mótmælendanna og Geir Jóns lögregluþjóns. Þau voru málefnaleg og Geir Jón sagðist skilja gremju fólks en gæti ekki starfs síns vegna gefið upp sína persónulegu afstöðu. Hann væri þó okkar þræll og tjáði fólki að 1 fulltrúi mótmælenda hefði fengið að hitta Davíð Oddsson á einkafundi fyrr um daginn. Mótmælendurnir hvöttu lögreglumennina stöðugt til þess að þeir mótmæltu táknrænt, með því að leggja niður vopn og sýna samstöðu með almenningi. 

--------------------------------

Skilur fólk annars ekki að Íslendingar eru þegar farnir að örvænta og íhuga sjálfsmorð líkt og 55ára gamla konan sem sendi tilkynningu um sig og börnin sín? Þetta er hið raunverulega ofbeldi sem er að eiga sér stað hér og nú. Reiði fólks er ekki orsök neins heldur afleiðing. Skilur fólk ekki að það er raunveruleg hætta á atgervisflótta og Ísland verði að algerum draugabæ sé núverandi stjórnvöldum ekki komið strax frá? Því minna sem gert er drastískt í málum fram að feb 2009 því blóðugra verður ástandið. Vill fólk að Ísland lendi í hrinu fjöldasjálfsmorða fólks sem getur ekki séð sér farborða næstkomandi febrúar? Fjölskyldur flosni upp, börn leiðist í vændi og glæpatíðni stóraukist? Lögregla taki síðan upp rafbyssur til að verja sig gegn auknu ofbeldi?

Baldur talar um að 15.-20.þús manna mótmæli munu skila meiri krafti. Sérðu ekki Baldur að Geir H. Haarde er stöðugt að spila pólitík og harðneitar að jafnvel möguleikanum á kosningum. Davíð Oddsson var líka að spila pólitík þegar hann hefndi sín á Jóni Ásgeiri og eyðilagði Glitni. Geir var að spila pólitík þegar hann mokaði ótal milljörðum í Sjóð 9 hjá Glitni til að bjarga Illuga Gunnarssyni flokksbróður sínum. O.s.frv. o.s.frv. 

Geir talar stöðugt í algerum hroka niður til þjóðarinnar og sýnir henni hreint og klárt andlegt ofbeldi og ögranir. Hann kom í viðtal við Jón Ársæl og sagðist ætla hvað sem á dyndi að stýra þjóðinni í gegnum þetta. Þessi maður er ekki að fara segja af sér þó 200.þús manns skundi á Austurvöll og umkringi Alþingishúsið, Seðlabankann og hans heimili. Þessir menn eru valdahaukar sem munu ávallt taka sína þröngu hagsmuni framfyrir þjóðina. Þeir eru persónulega innvígðir í spillinguna og eru of mikil lítilmenn til að axla alvöru ábyrgð á gjörðum sínum. Sagan mun dæma þá mjög hart.

Geir, Seðlabankinn, bankagreifarnir og Fjármálaeftirlitið hafa brugðist íslensku þjóðinni fullkomlega. Fullkomlega. Illa menntað og algerlega vanhæft fólk til að takast á við núverandi ástand. Bæði fyrir og eftir þjóðnýtingu Glitnis.  Sérðu ekki Baldur að núverandi katastrófa er komin til vegna algers siðferðisbrests æðstu ráðamanna þjóðarinnar? Vilt þú virkilega að við almenningur sýnum glæpamönnum og óheiðarlegu fólki fulla virðingu? Nei við vinnum í sátt við lögreglu, lög og rétt til að bola þeim út og undir lás og slá.

Þú dirfist síðan að mála virðulega fjölskyldufeður eins og mig sem skríl og setur alla sem mótmæla ekki nógu pent í einhvern lítinn kassa sem fellur að þinni Disney-hugmynd um hvernig mótmæli eigi að vera. 

Þetta unga fólk sem stóð fyrir mótmælunum í Seðlabankanum er vel upplýst og vel gert fólk sem vill ekki ofbeldi, það vill réttlæti. Það sá ég af eigin hendi. Unga fólkið í dag er það sem þarf að axla mestalla ábyrgðina og borga skuldir IMF og bankanna. Að þú skulir dirfast að tala svona niður til þeirra er skammarlegt. :( 

Ég mun mótmæla með þessu fólki áfram. Á meðan það sýnir sama kraft og vitsmunaþroska og ég sá í Seðlabankanum hefur það mitt atkvæði skilyrðislaust. Þetta unga fólk hafði nefnilega vit á að gera samning við lögregluna um aflausn þessa "Catch 22" ástands sem var komið upp og náði koma boðskap sínum til skila í fjölmiðla án blóðsúthellinga.  Það vill að sér sé sýnd virðing. Það vill vinna með lögreglunni gegn spillingu. Það vissi sinn vitjunartíma, eitthvað annað en núverandi ráðamenn.

Ef þessir mótmælendur eru hið ástríðufulla "Nýja Ísland" sem fólk er að tala um þá er ég hæstánægður með framtíð þjóðarinnar. Ég hvet Baldur, Árna o.fl. til að mótmæla með okkur. Núverandi forysta þjóðarinnar er rotin inn að kjarna og hefur engin svör né lausnir. Við sem viljum steypa henni verðum að finna millilendingu milli okkar viðhorfa og vinna saman að lausnum en ekki atyrðast svona innbyrðis.

Það verður að gjalda keisaranum það sem keisarans er. Og Geiri það sem sem Geirs er. Ríkisstjórninni verður komið frá, það er á kristaltæru. Áfram Ísland.

Jóhann Björnsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 03:29

16 Smámynd: Camel

Góður pistill hjá þér Jóhann. Segir allt sem segja þarf.

Camel, 3.12.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband