Þarf virkilega einhver að deyja í göngunum ?

Gott er ef satt er að Kristján Möller meini það í fúlustu alvöru að styðja ný Norðfjarðargöng og að staðið verði við loforðin sviknu, sem eru orðin ansi mörg.

Þörf er á nýjum göngum strax þar sem Oddskarðsgöng eru má segja, þegar ónýt sökum hrunhættu.  Það var í liðinni viku sem stærðarinnar steinn losnaði og féll niður.  Giskað var á að hann væri um 300 kg. og var þetta við annað útskotið í göngunum.  Vegargerðin fór inn og fjarlægði bjarg þetta án þess að loka göngunum á meðan né að setja upp merkingar um vinnu í göngunum.  Ég veit ekki hvaða pukur þetta er í Vegargerðinni með þessi göng, geta þeir ekki viðurkennt að þau eru ónýt ?

Það hefur heyrst hér fyrir austan að stórir toppar innan Vegagerðarinnar séu á móti Norðfjarðargöngum.  Ef það er rétt, þá er ekki nema von að svona gangi.


mbl.is Styður ekki samgönguáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Norðfjarðargöng eru brýnt mannréttindamál og Kristján Möller hefur skilning á því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2011 kl. 13:47

2 Smámynd: Camel

Gunnar, Getur hann sannfært samstarfsmenn sín um nauðsynina á þeim

Camel, 18.12.2011 kl. 15:32

3 identicon

það þurfti einmitt banaslsys til þess að göng undir almannaskarð yrðu að veruleika...

Ingi St. (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 15:45

4 identicon

Það skiptir þessa ríkisstjórn engu máli hvort að banaslys yrði, þeim er sko nákvæmlega sama.... er fólki á Íslandi ekki farið að skiljast að þjóðin er ekki áhugaverð hjá samfylkingunni og VG.

jóhanna og co eru sko ekki að vinna fyrir ykkur!

Thordur G. Sigfridsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 16:59

5 Smámynd: Camel

Ingi, það er rétt hjá þér með slysið við Almannaskarð.  Þá var gert gat í fjallið með snari, utan við allar áætlanir þar um í vegamálum.

Thordur, þessi ríkisstjórn ætti að draga úr utanlandsferðum sínum og verða okkur til athlægis á erlendri grund.  Heimurinn er enn að hlægja að því þegar Ingibjörg Sólrún vildi komast í öryggisráð SÞ.  Þessir heimskulegu túrar kosta nú sitt

Camel, 18.12.2011 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband