Það á bara að gefast upp..

Þegar ekki er hægt að sigra þá, þá á að ganga í lið með þeim.  Er það þetta viðmót sem er verið að boða ?

Ég held að ungir Sjálfstæðismenn mættu skammast sín fyrir baráttuleysið og snúa sér að naflaskoðun samtaka sinna.  Yfirleitt eru það neytendur fíkniefna sem halda svona áróðri á lofti.  Hvernig er ástandið hjá þeim sem komu þessari áliktun í gegn ?


mbl.is Vilja lögleiða fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Ganga í lið með hverjum? Með þessum hætti er fótunum kippt undan stórum hluta af skipulagðri glæpastarfssemi á einni bretti, það er enginn eiturlyfjasali í góðum málum ef þetta gengur í gegn og þetta myndi eflaust hindra aðgengi unglinga að fíkniefnum til mikilla muna en í dag komast þeir eftirlitslaust í þessi efni.

Ég hef kynnt mér þetta málefni lítillega og þá á ég ekki við tillögu SUS heldur efni frá bandarískum fræðimanni (sem ég man ekki nafnið á) sem heldur fyrirlestra um þetta mál og mælir með þessari leið og ég held að þetta sé ekki jafn galið og það hljómar í fyrstu. 

Vitaskuld er ekki væntanleg sala á eiturlyfjum í allar sjoppur, þetta yrði líklega lyfseðilskylt eins og var lagt til með tóbak fyrir ekki svo löngu. 

Marilyn, 5.3.2012 kl. 10:04

2 Smámynd: Camel

Landi er seldur, ódýrt, í stórum stíl þó áfengi sé selt í verslunum.  Landi og bjór er það sem unglingar eru að drekka.  Svo hefur unglingadrykkja ekki dregist saman eins og haldið er fram.

Camel, 5.3.2012 kl. 10:10

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Marilyn.

SUS eru ekki að gefast upp heldur þvert á móti að gefa í. Lögleiða þetta og skera herör gegn glæpaklíkum, ofbeldi og eiturlyfjasölum.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 12:17

4 Smámynd: Camel

Það verður fínt að gera Ísland að dópistanýlendu, þeir eru að loka á all flest í Hollandi svo þessi líður kemur þá bara hingað í staðin.

Ég hef nú áður sagt það hér að lögleiðing er ekki til bóta.  Með því eru menn að gefast upp.  Það eru bara einhverjir sem vilja ná dópinu sínu á löglegan máta og getað dópað óáreittir sem vilja þessa vitleysu.

Camel, 5.3.2012 kl. 13:55

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Núverandi ástand er vitleysa. Birtist í mikilli dópneyslu og ofbeldi og glæpaklíkum.

Er þetta árhif bannsins?

Ef svo er þá er hún ekki glæsileg.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 14:23

6 identicon

Camel : "Svo hefur unglingadrykkja ekki dregist saman eins og haldið er fram."

Þetta er bara ekki rétt hjá þér. Skv ESPAD könnuninni síðustu 12 ár, á 4 ára fresti, þá hefur unglingadrykkja dregist saman. Tölurnar eru frá 1995 til 2007. Tölur fyrir 2011 munu svo koma fram 31. maí á þessu ári.

Hér er mynd af þessu fyrir þig : http://imgur.com/AsGpt

Neðsta línan er svo öll eiturlyfja neysla hjá unglingum, allt frá kanabis upp í læknadóp, sem hefur verið nokkuð stöðug.

 Það er mikilvægt að hafa rök á bakvið það sem þú ert að segja ef þú vilt vera tekinn alvarlega.

Það er hið besta mál að ræða þessi málefni opinskátt og hafa þá reynslu Hollands og Portúgal til hliðsjónar. Erum við að berjast við þetta samfélagsvandamál vitlaust, væri betra að líta á þetta sem sjúkdóm fremur en lögbrot? Þetta eru spurningar sem þarf að ræða um en ekki bara henda fram sleggju dómum eins og "Dópistanýlenda" o.s.frv.

Davíð Arnarson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:40

7 Smámynd: Camel

Hollendingar hafa gefist upp á útlendingum sem sækja þangað í reykingar Davíð, það átt þú að vita eins fróður og þú segist vera um þessi mál. 

Það vill svo til að ég hef unnið nokkuð mikið með unglingum síðustu tuttugu árin og skynja svolítið annað en þessar tölur sem verið er að leika sér með.  Mín rök eru ekki verri en annarra skal ég segja þér og finnst mér odýrt hjá ansi mörgum bloggurum sem koma fram og kalla upp rökleysu þegar þeir eru ekki sammála.

Drykkja á bjór og landa hefur aukist töluvert hjá unglingum eftir að kreppan skall á.  Einnig hefur verið töluverð aukning í kannabisreykingum.  Unglingarnir eru farnir að minka útiveruna í svona ástandi, eru einhverstaðar með bæli eða bara heima hjá einhverjum ungling sem skilinn hefur veri eftir einn heima.  Þannig er það nú bara.

Camel, 5.3.2012 kl. 16:07

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Camel.

Rannsóknir sýna annað.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 16:40

9 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

blablablabla ! þetta rugl er ekki marktækt.. þú vilt semsagt að glæpamenn og klíkur gangi hér um með miljarðatekjur til að viðhalda starfsemi sinni ? það er frábært að vita af svona mörgum einstaklingum sem styðja óbeint við klíkurnar með þessum fordómum og leiðindum.

Charles Geir Marinó Stout, 5.3.2012 kl. 16:44

10 Smámynd: Camel

Halt þú bara áfram að segja blabla Charles.  Glæpamenn og glæpaklíkur verða áfram til þó fíkniefni yrðu leyfð.

Camel, 5.3.2012 kl. 18:43

11 identicon

Ég er það sem gæti talist til unglings og er á þeirri skoðun að ef að þetta yrði að lögum þá myndi þetta minka til muna að mínu mati. Hinsvegar þá hef ég tekið eftir persónulega að það er miklu minna af fólki í Landa en fyrir 3 árum t.d en þá er ástæðan oftast að fólk treysti ekki salanum fyrir vöruni. En þar sem aðrir eru t.d með kannabis þá er ekkert sem getur farið úrskeiðis þar, varan er alltaf sú sama.

Það má líka deila um skaðsemi kannabis og annara efna en það ætti að vera einstaklingsmat að mínu mati.

gunnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 19:00

12 identicon

> Glæpamenn og glæpaklíkur verða áfram til þó fíkniefni yrðu leyfð.

Já, en þau myndu ekki fá fjármögnun af þessum efnum, a.m.k. að mikið minni hluta.

>Ég hef nú áður sagt það hér að lögleiðing er ekki til bóta. Með því eru menn að gefast upp. Það eru bara einhverjir sem vilja ná dópinu sínu á löglegan máta og getað dópað óáreittir sem vilja þessa vitleysu.

Og ættu þeir þá ekki að fá að dópa óáreittir í vitleysu? Breytir það einhverju um fjárhagsleg/félagsleg rök þeirra hvort að þeir noti efnin eða ekki? Nú er áfengi leyft, eru allir þeir sem að neyta áfengis ófærir til þess að dæma um lögleiðingu þess.

Þér kemur það einfaldlega ekkert við hvað fólk setur í sinn líkama, hvort sem að það er kók eða kóla.

Halldór L. (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 19:21

13 Smámynd: Camel

Það er gott að heyra Gunnar, að unglingar séu farnir að vantreysta landasalanum.  Margir þeirra eru að selja óþvera.

Skondin eru skrif Halldórs L. sérstaklega niðurlagið, "kemur ekki við" hahaha

Camel, 5.3.2012 kl. 20:23

14 identicon

En endilega, ég skal alveg skipta mér af því hvað þú færð þér í matinn, eða við verkjum eða tekur inn þér til ánægju af eigin vilja og refsa þér ef að þú gerir eitthvað við þig sem að mér misbýður.

Halldór L. (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 22:25

15 Smámynd: Camel

Þetta lagast bara heilmikið hjá þér Halldór

Camel, 5.3.2012 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband