Danskurinn altaf samur við sig

Mosi

Ég skil ekki af hverju Danir vilja ekki kaupa af okkur gömlu bílana sem hafa reynst okkur svo vel.  Þeir segja ýmist að við séum að bjóða þeim jeppa eða annarskonar bíla sem ekki henta í Danmörku.

Þeir segja líka að ef við lækkum verð þá séu þeir til viðtals.

Spurningin er, ef við lækkum verð, henta bílarnir þá eitthvað betur í Danmörku ?


mbl.is Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórir jeppar og dýrar drossíur eru ekki ad seljast í Danaveldi þessa dagana og almennt hefur bílasala dregist saman um helming eða eitthvað álíka. Það er verið að stórlækka verðið á þeim bílum sem eru á bílasölunum í von um að það leiði til einhverjar sölu. Sé verðið á íslensku bílunum þess eðlis að þeir séu ekki samkeppnishæfir verðlaginu á bílum hér, koma danskir bílasalar til með að sitja uppi með þá á bílasölunum hér í staðinn fyrir íslensku bílasölurnar, og afhverju ættu þeir að gera það, Nei ég bara spyr!

Drifa B.G. (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Stórir jeppar og dýrar drossíur hafa aldrei selst í Danmörku. Ég skil ekki hvað á að vera fréttnæmt í þessu nema þá kannski að danskir bílasalar eigi bágt um þessar mundir, lítið að gera og Danir halda bara áfram að hjóla sem fyrr.

Guðmundur Jónsson, 5.12.2008 kl. 10:06

3 identicon

Danirnir hafa bara það sem vantar í marga íslendinga.

 SKYNSEMI þegar kemur að bílakaupum.

Jesper Jenssen (aka Jón Jónsson á Íslandi) þarf ekki risastóran pallbíl eða upphækkað jeppatröll til að keyra á rennisléttum malbikuðum  vegum.

pálína (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:05

4 identicon

Það er nú bara af því að hann getur það ekki.
Kannast enginn sem  hefur commentað hérna við
þá gríðarlegu skatta sem danir hafa á bílum?
Þetta er sko ekki af því að Jesper Jensen langar
ekki í stóran jeppa, Jesper Jensen myndi aldrei
finna bílastæði og aldrei getað borgað skattana
af slíku ökutæki, það er bara staðreyndin.

Brynjar (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband