Hefur ekki kjark til að reikna

Ég er ekki hissa á því þó menn þori ekki að leggja í útreikning á sjálfbærni Vaðlaheiðaganga og beri þar öllu við til að losna við verkið s.s. eins og fjölskyldutengslum. 

Nú er það spurningin, hver verður fenginn til að reikna út þessa sjálfbærni ganganna ?  Hver situr uppi með þessa neikvæðu niðurstöðu sem kannski verður til þess að hætt verði við gerð ganganna að sinni.

Það vita það nú flestir, sem hafa fylgst með þessu máli, að göngin koma aldrei til með að verða sjálfbær.  Það endar því á ríkinu að borga brúsann.


mbl.is Meta ekki Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og HVAÐ er að því þó að ríkið myndi borga brúsann.
Ætli landbyggðin eigi nú ekki skilið almennar samgöngur eins og lattelepjandi 101 aumingjalýðurinn og nærsveitungar.  Það er ekki eins og það eigi að fara að setja götulýsingu á Víkurskarð og öxnadalsheiði.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 16:30

2 Smámynd: Camel

Ég vill endilega fá jarðgöng Jón Ingi, það er ekki spurning.  Það er bara það að okkur hér, Fjarðabyggðarbúum, var lofað göngum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar fyrir löngu.  Þetta loforð var veitt til að fá þetta sveitarfélag sameinað.  Því fylgdi loforðinu að göngin yrðu vígð 1 maí 2011.  Sá tími er liðinn eins og þú veist og framkvæmdir ekki hafnar.

Eitt af því sem tafði það að hafist yrði handa var að Héðinsfjarðargöngunum var kippt framfyrir, þau urðu bara að koma og það strax.  Þetta átti að vera til bóta fyrir Siglufjörð og Eyjafjörð sögðu þeir.

Þið þurfið nú varla, Norðlendingar, að fá Eyjafjörðinn eins og svissneskan ost áður en röðin kemur að öðrum landshlutum með jarðgöng.

Stóra málið er með samgöngur milli Norðfjarðar og Eskifjarðar er að Oddskarðsgöng eru ónýt og eru að hrynja.  Þá er aðeins fært sjóleiðina ef þú ert staðkunnugur hér.

Camel, 21.11.2011 kl. 16:55

3 identicon

Ég er nú að austan.  Og veit vel hvernig það er að hafa ónýta vegi td. Vopnafjarðarheiði.  Og sammála er ég þér með ný göng þarna á milli.  Og er það alveg hægt að gera göng á báðum stöðum í einu.  Og svo á að vera alltaf í gangi gangnagerð.  Um leið og ein göng klárast á að renna í næstu.

Og hélt ég að þarna væri enn einn lattelepjandi skúmurinn að grenja úr sér augun eins og venjulega.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 17:39

4 Smámynd: Camel

Nei og nei Jón Ingi, ég er sko ekki úr henni Reykjavík.  Þú ættir að sjá blessuð Oddskarðsgöngin núna.  Það hrynur af og til úr þeim grjót og líður vart sá dagur að ekki komi eitthvað niður.  Maður spyr sig, hvenær kemur eitthvað stórt og verður einhver fyrir því.  Ef losnar um bjarg þarna inni þá heldur hlífðarnetið því ekki.

Camel, 21.11.2011 kl. 18:38

5 identicon

Vonum að það verði komið göngum þarna í gegn sem fyrst karlinn.  Og það á láglendi í þetta skiptið....

Jón Ingi (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband