Er ekki komið nóg Steingrímur

Nú er farið að styttast all verulega í það að ég verði lífeyrisþegi og er þessi frétt því ekki til að gleðja mig né aðra þá sem eru á mínu reki.

Þessi velferðarríkisstjórn, ríkisstjórn sem gefur sig út fyrir að vara á þingi fyrir fólkið í landinu, litla manninn, þið munið.  Þessi stjórn hefur reynst alveg hroðalega fyrir þá litlu, skattpíningar sem aldrei fyrr hafa litið dagsins ljós.  Sjáið bara hvernig þessi stjórn ræðst nú eins og úlfahjörð á séreignarsparnaðinn hjá fólki, það er eitt af ljótu dæmunum.

Þegar fólk eldist þarf það oftar að leita læknis eða fara um stund inn á sjúkrahús.  Þessi þjónusta er orðin svo dýr að fólk getur hreinlega ekki leitað sér aðstoðar, hefur ekki efni á þeim lyfjum sem það þarf nauðsynlega að taka o.s.f.

Vonandi hrökklast þessi stjórn frá sem fyrst, ástandið getur varla versnað hjá þeirri næstu því öll breyting sem verður héðan af hlýtur að laga hlutina.


mbl.is Lífeyrissjóðir lenda í vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband