Færsluflokkur: Bílar og akstur

Norðfjarðargöng, ný dagsetning

Nú er komin ný dagsetning á Norðfjarðargöngin.  Hefjast á handa einhvertíma á árunum 2015-2018.  Ekki fylgir sögunni hvaða dag þau eiga að vígjast en það verður sennilegast 1 maí það árið eins og gamla loforðið var.

Svo á eitt annað eftir að koma í ljós, það er hvað sjálfbæru göng Möllers koma til með að tefja framgang mála hér fyrir austan.

Hvað verður gert þegar Oddskarðsgöngin hrynja endanlega saman og ekki einu sinni byrjað á göngunum í stað þeirra ?


Að aka fullur

Enn einn fullur á bíl ef marka má fréttina, settur í grjótið, ekki hægt að yfirheyra fyrr en á morgun.  Ja hérna hér.

Hvað þurfa margir að deyja við svona aðstæður til að löggjafinn herði viðurlög til samræmis við erlend viðurlög og setji fólk hreinlega í fangelsi fyrir svona háttarlag eða í það minnsta samfélagsþjónustu.


mbl.is Valt á hliðina á Háteigsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að koma í veg fyrir umferðaslys

Undanfarið hefur borið mikið á fréttum af umferðarslysum, hraðakstri og vímuakstri í fréttum fjölmiðla.  Það er grátleg staðreyndi að fjölmiðlar ná ekki nema broti af þeim óhöppum og slysum sem eiga sér stað í kring um landið svo maður tali nú ekki um hraðaksturinn og ölvunar/vímuaksturinn.

Hvað er fólk að pæla.  Ég er ekki að segja að öll óhöpp og slys eigi rót sína að rekja til vímuaksturs og hraðaksturs.  Fólk fer illa hvílt út í umferðina, úttaugað vegna vandamála og gleymir sér augnablik, það er nóg, slys verður.  Farið nú að hugsa svolítið áður en þið farið af stað.

Hér eru nokkur óútskýrð dæmi.

Lögreglan á Hvolsvelli hefur tekið 17 manns fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsveginum frá Hvolsvelli og austur að Klaustri í gær. Þar af voru 3 teknir á yfir 140 km hraða og nokkrir án ökuleyfis eða skírteinislausir.

Karlmaður um þrítugt slasaðist skömmu fyrir hálf fimm í gær, hann féll á mótorkross-hjóli sínu í Grímsnesi.

Bílvelta varð á Norðurlandsvegi á móts við bæinn Höskuldsstaði í Akrahreppi um hálfníuleytið í fyrrakvöld. Ökumaður og tvö ung börn sem voru í bifreiðinni sluppu með minniháttar skrámur. Bifreiðin er gjörónýt eftir veltuna.

Bifhjólamaður mældist á 175 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi við Grafarholt, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund um hálfníuleytið í fyrrakvöldi.

Það verður að segjast eins og er að við, þessir almennu, getum stundum komið í veg fyrir svona lagað með að tilkynna um athæfin og ég tala nú ekki um það þegar við vitum að þau eru yfirvofandi og hægt að koma í veg fyrir að ökumaður hefji akstur í slæmu ástandi.


Hvenar verða hraðamælingar boðnar út

Nú á að fara að einkavæða sýnatökurnar hjá löggunni.  Það er ekki nóg að það eigi að eikavæða löggubílana.  Hvað verður eikavætt hjá lögunni næst, þeir sjálfir eða hvað.

Auglýst er eftir meinatæknum, læknum eða öðrum með slíka menntun til að annast sýnatökur úr ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.

Hver ræður gjaldskrá heilbrigðisstofnanna, eru þær ekki ríkisreknar ?  Er ekki bara verið að færa pening úr einum vasa í annan hjá ríkinu.

Ég hélt að einkavæðing væri ekki á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar en nú virðist allt ætla að verða falt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband