Færsluflokkur: Ferðalög
31.1.2012 | 00:39
Velkomnir Kínverjar
Ég er ánægður með þessa frétt og þann boðskap sem hún flytur. Það er hið besta mál að eiga viðskipti við Kína og tel að það verði okkur einungis til góðs.
Ég er samt ekki á því að selja þeim land í stórum stíl eins og til stóð með Grímsstaði. Þeir hefðu þá kannski keypt Brú á Jökuldal næst og þá verið komnir með landsvæði frá sjó í norðri að Vatnajökli og þar með stórann hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs í hendurnar. Ekki viljum við það ?
Við getum kannski fengið Kínverja til að bora fyrir okkur í gegn um nokkur fjöll fyrir lítið, þeir eiga örugglega græjur til þess. Samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu gætu þeir aðstoðað okkur með spítalamálin, sem eru í algjöru messi.
Ég segi því, velkomnir Kínverjar svo lengi sem þið reynið ekki að taka frá okkur landið.
Kínverjar vilja nálgast Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2011 | 14:53
Með dollaramerki í augunum
Mikið skelfing er ég ánægður með að landið skuli ekki selt útlendingum, við eigum að eiga landið sjálf. Salan á Grímstöðum hefði aðeins verið upphafið að sölu jarða til útlendinga og hefðu þá flestar stórjarðir horfið undir þá.
Eins og flestir vita ná stórjarðirnar flestar langt inn á hálendið eins og jörðin Brú á Jökuldal. Hún hefði kannski orðið næst og þá hefði farið land allt að Vatnajökli í Norðri.
Norðlendingar verða bara að bíta í það súra, einu sinni enn, þar sem stóriðjan var nú tekin frá þeim vegna umhverfiskerlinga á þinginu okkar góða. Megi þær detta út í næstu kosningum.
Jarðeigendur verða því enn um sinn að vera án dollaramerkja í augunum. Svo er kannski ekki eins mikil þörf á Vaðlaheiðagöngum að sinni
Landeigendur harma niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 10:26
Er hægt að koma í veg fyrir umferðaslys
Undanfarið hefur borið mikið á fréttum af umferðarslysum, hraðakstri og vímuakstri í fréttum fjölmiðla. Það er grátleg staðreyndi að fjölmiðlar ná ekki nema broti af þeim óhöppum og slysum sem eiga sér stað í kring um landið svo maður tali nú ekki um hraðaksturinn og ölvunar/vímuaksturinn.
Hvað er fólk að pæla. Ég er ekki að segja að öll óhöpp og slys eigi rót sína að rekja til vímuaksturs og hraðaksturs. Fólk fer illa hvílt út í umferðina, úttaugað vegna vandamála og gleymir sér augnablik, það er nóg, slys verður. Farið nú að hugsa svolítið áður en þið farið af stað.
Hér eru nokkur óútskýrð dæmi.
Lögreglan á Hvolsvelli hefur tekið 17 manns fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsveginum frá Hvolsvelli og austur að Klaustri í gær. Þar af voru 3 teknir á yfir 140 km hraða og nokkrir án ökuleyfis eða skírteinislausir.
Karlmaður um þrítugt slasaðist skömmu fyrir hálf fimm í gær, hann féll á mótorkross-hjóli sínu í Grímsnesi.
Bílvelta varð á Norðurlandsvegi á móts við bæinn Höskuldsstaði í Akrahreppi um hálfníuleytið í fyrrakvöld. Ökumaður og tvö ung börn sem voru í bifreiðinni sluppu með minniháttar skrámur. Bifreiðin er gjörónýt eftir veltuna.
Bifhjólamaður mældist á 175 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi við Grafarholt, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund um hálfníuleytið í fyrrakvöldi.
Það verður að segjast eins og er að við, þessir almennu, getum stundum komið í veg fyrir svona lagað með að tilkynna um athæfin og ég tala nú ekki um það þegar við vitum að þau eru yfirvofandi og hægt að koma í veg fyrir að ökumaður hefji akstur í slæmu ástandi.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2008 | 16:39
Hvað kosta mannslíf
Hvað verður mörgum mannslífum fórnað áður en rekstri verður komið í viðunnandi horf.
Er ekki fólk að gefa nær alla sína vinnu þarna, ég held það. Það er ekki ásættanlegt ef það þarf að sjá um allan rekstur líka.
Í raun eru slysavarnarfélögin frekar ódýr hér, það er nefnilega ekki tekið neitt fyrir að bjarga fólki eins og tíðkast víða annarstaðar
Svona, opnið bara budduna og reiðið fram þessar 45 millur
Gæti þurft að leggja skipunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2008 | 20:31
Þankagangur
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)