22.10.2011 | 01:22
Dýraníð á Egilsstöðum
Það var ömurleg uppákoma á heimili einu á Egilsstöðum í gærkvöld þegar heimiliskötturinn kom heim illa skaddaður eftir dýraníðing.
Skepnu ræfillinn hafði verið hamflettur á skottinu og var eins og afeinangrunartöng hafi verið beitt á skottið á honum og skinnið dregið þar aftur af´svo beinið stóð eitt út um 11 sm.
Dýralæknir þurfti að stytta skottið sem því nam.
Dýranið er svo sem ekki nein ný bóla á Egilsstöðum. Stutt er síðan ráðist var á meri og hún sköðuð á kynfærum. Þá er ekki óalgengt að kettir hverfi eða finnist dauðir eða særðir af mannavöldum.
Þessum fjára verður nú að linna held ég. Synd ef eitthvað fólk veit um níðinginn eða níðingana og þegir yfir þeim.
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.