26.10.2011 | 12:58
Eiga sjúklingarnir að leggjast niður og drepast
Þessi ótrúlega ríkisstjórn velferðar og vinstri stefnu ætlar ekki að gera það endasleppt núna. Fyrst sauma þeir að heilbrigðiskerfinu í smærri sveitarfélögum á Norður- og Austurlandi og segja, sendum sjúklingana til Akureyrar.
Nú sauma þeir að sjúkrahúsinu á Akureyri svo heiftarlega að loka verður deildum og draga úr starfsemi þeirra deilda sem eftir standa. Segja verður upp fólki í stórum stíl.
Hvað á að gera við það fólk sem veikist á þessu landssvæði á næstunni. Á það að fara til Reykjavíkur, er ekki verið að skera niður þar líka.
Ég veit sjálfur hvað er að bíða vegna niðurskurðar. Ég bíð nefnilega enn eftir þjónustunni sem ætti að vera hröð og sjálfsögð
Niðurskurðurinn 169 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.