30.10.2011 | 19:22
Lögreglan stendur sig vel, verður framhald á ?
Enn eitt stórmálið sem lögreglan upplýsir. Verður framhald á ?
Þetta er stór spurning þegar við horfum á niðurskurðinn til löggæslu og á þau lélegu laun sem lögreglumenn hafa.
Nú eru horfur á að reyndir lögreglumenn fari að kveðja starfið og hverfa í önnur störf sem betur eru launuð.
![]() |
Umfangsmikið fíkniefnamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Löggæsla | Facebook
Athugasemdir
Lögreglan & Tollurinn nær bara 5 - 15 % af þeim efnum sem eru smygluð inn í landið, Þetta er tilgangslaust stríð.... kominn tími á nýjar aðferðir, til að bæta ástandið, minnka misnotkun og taka þessi efni úr undirheiminum, þar sem þau aiga bara alls ekki heima... þetta er mál heilbrigðisgeiran ekki lögreglunnar.
Steinar (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 20:39
Þú segir nokkuð Steinar. Ég er ansi hræddur um að ástandið yrði nokkuð skrítið ef aðhaldið hyrfi.
Camel, 30.10.2011 kl. 21:22
Aðgengi að fíkniefnum er gríðarlegt, þrátt fyrir harðlínustefnu sem hefur verið lengi við lýði.
Er ekki kominn tími til að endurskoðahugmyndafræðina? Ég tek heilshugar undir það að fíkniefnanotkun er að sjálfsögðu heilbrigðismál. Hver græðir á núverandi kerfi?
Ríkið? Nei, gríðarlegar fjárhæðir fara í löggæslu og "upprætingu" á fíkniefnum.
Fíkniefnaneytandinn? Nei, sektir hafa ekki skilað neinum árangri, og hver í ósköpunum græðir á því að gera glæpamenn úr þúsundum manna sem hafa fulla stjórn á eigin neyslu?
staðreyndin er sú að á meðan að notkun á löglegum eiturlyfjum minnkar vegna mikilla forvarna. Þá fer notkun á ólöglegum eiturlyfjum vaxandi, þrátt fyrir bann. Er þetta ekki komið gott?
Gummi (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 02:03
Sæll.
Já, lögreglan stendur sig vel. Mér fannst þeir standa sig með eindæmum vel í ráninu á úrunum. Lögreglan getur sannarlega verið stolt af frammistöðu sinni í þvi máli.
Vandinn er bara sá að þegar búið verður að setja þessa menn inn koma bara einhverjir aðrir. Svona bann virkar ekki frekar en ætla sér að banna þyngdarafl jarðar, einföld markaðslögmál segja að áframhaldandi framboð verði á meðan eftirspurn er enda hefur lögreglan hirt marga stóra innflytjendur í gegnum árin. Ef einhverjir eru svo skammsýnir að vilja nota fíkniefni á það ekki að koma neinum við nema þeim sjálfum enda verður að virða val annarra þó fyrir því megi færa sterk rök að það sé rangt. Yfirvöld eiga ekki að leiða fólk í gegnum lífið eins og börn. Skást er að lögleiða fíkniefni. Boð og bönn virka ekki, fyrir því höfum við áratuga reynslu. Hvað skyldi svo þetta bann kosta þjóðfélagið? Er bann við vændi að skila einhverju öðru en búa til glæpamenn úr fólki sem gengur sjálfviljugt til leiks? Fólk neytir fíkniefna af fúsum og frjálsum vilja þó vel megi vera að það sé heimskuleg ákvörðun.
Vita ekki flestir hvernig ástandið var þegar áfengi var bannað? Hefur lögleiðing áfengisneyslu ekki dregið úr glæpum tengdum áfengi?
Helgi (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 10:42
Í þessari skýrslu er viðurkennt að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað og að tími sé kominn á að stjórnvöld um allan heim beyti öðrum aðferðum. Mælt er með öflugri forvörnum og lögleiðingu á fíkniefnum.
http://www.globalcommissionondrugs.org/Report
420, 31.10.2011 kl. 12:34
Hollendingar hafa verið nokkuð frjálslegir gagnvart hassreykingum og leyft þau opinberlega. Það hefur sýnt sig þar að frjálsræðið gengur EKKI upp eins velunnarar reykinganna vilja halda fram. Nú ætla þeir að banna þetta allt saman, búnir að gefast upp á frelsinu.
Camel, 31.10.2011 kl. 16:48
Þú ferð nú ekki alveg rétt með staðreyndir málsins Camel :)
Ef ég man rétt þá eru uppi hugmyndir í Hollandi að banna sölu á kannabisefnum sem eru með meira en 15% af THC. Ég á nú eftir að sjá hvernig þeir ætlað framfylgja því.
Annars er athyglisvert að í Hollandi þar sem löglega eru seld 50 til 150 tonn af kannabisi á ári þá reykja færri 15-16 ára unglingar gras mánaðarlega heldur en jafnaldrar þeirra í Bandaríkjum.
420, 31.10.2011 kl. 17:35
Holland er með lægri tíðni kannabisneyslu en mörg önnur evrópulönd. Þá er kannabis neysla í Hollandi tvöfalt minni en hún er í Bandaríkjunum þar sem efnið bannað.
Vinsamlegast sýndu mér frétt um að Hollendingar ætli að "banna allt saman".
Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 17:50
Það á að loka fyrir neyslu á kaffihúsum til að byrja með, það er aðeins áfangi. Hollendingar eru orðnir langþreittir á ástandinu þarna og lái það þeim engin.
Camel, 31.10.2011 kl. 17:53
Fréttir af þessu voru í haust sem leið, Páll, þú getur sjálfsagt fundið þær á flestum fréttamiðlum
Camel, 31.10.2011 kl. 17:55
Það sem Hollendingar eru fyrst og fremst þreyttir á eru allir útlendingarnir sem koma þangað til að reykja gras.
Stefnt er að því að kaffihúsunum þar sem neysla á kannabis er leyfð verði breytt í einkaklúbba sem innihalda 1000 - 1500 meðlimi. Til að fá inngöngu í klúbbi þarft að vera fullorðinn og hollenskur ríkisborgari. Gert er ráð fyrir að byrja á þessu árið 2012 ... mun eflaust taka töluverðan tíma að koma á þessum breytingum.
Ég vil líka benda þér á kæri Camel að neysla á áfengi og tóbak eru mikla meira lýðheilsulegt vandamál heldur en neysla á kannabis.
Síðan má ekki gleyma því að kannabis hefur verið notað til lækninga í yfir 2500 ár. Sýnt hefur verið fram á gagnsemi kannabis hjá sjúklingum sem eru með MS og gláku. Kannabis getur dregið úr flökurleika og örvað matarlyst. Þessi eiginleiki hefur verið notað hjá þeim sem eru í lyfjameðferð gegn krabbameini eða eru með eyðni.
420, 31.10.2011 kl. 18:39
Mig langar að fara til upprunalegu fréttarinnar, um fíkniefnamálið sem lögreglan upprætti. Það vekur athygli mína hversu oft kemur í fjölmiðlum fréttir um skipulagða glæpastarfsemi erlendra aðila, þ.e.a.s. rán um hábjartan dag, stórfelldan þjófnað úr fataverslunum í lengri tíma, fíkniefnamál sem koma nánast daglega í fréttir, og í flestum tilvikum er einmitt um að ræða skipulagðan verknað af hálfu erlendra aðila !!! Í stað þess að velta fyrir sig um lögleiðingu hins og þessara vímuefna þá finnst mér vera forgangsverkefni að takast á við þessa "meindýraplágu" sem kemur erlendis frá !
Ég hef ekkert á móti útlendingum en mér finnst að ástandið í dag vera orðið frekar alvarlegt eftir að Samfylkingin á sínum tíma (þá Alþýðuflokkurinn með Jóni Baldvini og Ingibjörgu Sólrúnu í fararbroddi) samþykkti án þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í EES og Schengen !!! Þeir samningar leiddu til frjálst peningarflæðis og vinnuafls á milli Íslands og annarra Evrópuríkja innan ESB, sem leiddi jafnframt til þess að Austur-evrópubúar flykktust hingað til lands án þess að þurfa að sýna skilríki eða sakavottorð við komuna. Í dag erum við að súpa seyðið af því !!!
Í lokin langar mig bara að segja nokkur orð: "Takk Samfylking að hafa ákveðið þetta fyrir okkur, að opna landið upp á gátt svo allir sem vilja koma hingað, hvort sem er í heiðarlegum eða óheiðarlegum tilgangi geti nýtt sér okkar litla land til að auðgast og senda öll þau verðmæti sem þau eignast úr landi, með einum eða öðrum hætti ! Á sama tíma eru þið að saka aðra flokka um aðgerðarleysi, sinnuleysi og jafnvel að saka þá um að orsaka hruninu !!! Þið megið alveg fara að vakna og vera meðvituð um ykkar hlut í hruninu því þenslan er hér um bil 80 % ykkur að kenna !!! Og þá er ég að vitna í ofangreindar ákvarðanir ykkar í EES málunum !!! "
Með kærri kveðju, einn virkilega bullsjóðandi ósáttur mótmælandi.
Mótmælandi (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.