Svínaríið í gangnagerð

Nú skulu enn ein göngin tekin fram fyrir Norðfjarðargöngin sem löngu var búið að lofa og vígja áttu 1 maí 2011.

Tvenn göng hafa nú verið tekin fram yfir, fyrir vestan og Héðinsfjarðargöngin.

Þetta bull með að Vaðlaheiðargöngin eigi að vera sjálfbær með vegatollum er fásinna.  Vetrarumferðin er aðeins 20% af umferðinni sem væntanlega fara um þau.  Umferð á sumrin verður sennilegast að mestu yfir Víkurskarð þar sem leiðin styttist ekki það mikið að það borgi sig að aka göngin þegar annað er í boði.

Því er hætt við að ríkið sitji uppi með reikninginn þrátt fyrir fögur fyrirheit um sjálfbærni.´

Þetta vita pólitíkusarnir reyndar vel og held ég því fram að þetta sé bara sjónarspil til að ná Vaðlaheiðargöngum fram fyrir Norðfjarðargöng.

Svo má andskotinn vita hvort ekki verður orðið nauðsynlegt að setja göng einhverstaðar annarstaðar en til Norðfjarðar þegar Vaðlaheiðargöngum lýkur.


mbl.is Hefjast handa eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta segir allt um svínaríið !

"Kristján L. Möller, alþingismaður og stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum ehf."

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 18:51

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Fjarðarheiðargöng takk

Einar Bragi Bragason., 8.11.2011 kl. 18:58

3 Smámynd: Camel

Eins og ég sagði, Einar, menn reyna að draga einhver önnur göng fram fyrir Norðfjarðargöng þegar Vaðlaheiðargönum líkur.

Góður púntur hjá þér Birgir

Camel, 8.11.2011 kl. 19:06

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þessi Vaðlaheiðar-vegavinnu-villu-vegar-göng innantómra peninga og "eigenda þeirra", á fölsuðum pappírum ræningja-bankanna, eiga engan rétt á sér. Og á sama tíma sveltur fólk og flýr land!

Ef einhver á pening, ætti hann að sinna frumöryggi í vegamálum í samfélagsþágu. Tækin eru vonandi færanleg, til Vestfjarða og Austfjarða? 

Vestfirðir og Austfirðir hafa orðið útundan, og eru enn, enda eru stjórnmálaöflin í landinu hlynnt einelti og útunda-stefnunni!!! Og það er 8 nóvember í dag, dagur gegn einelti og útskúfun! Það verður nóg að gera hjá réttlátum fjölmiðlum núna, að leiðrétta/útrýma einelti og útskúfun.

Landsmenn geta allir þakkað fyrir, að björgunarsveitarmenn eru annarrar hugsjóna-sortar og betur innréttaðir, en ofurlauna-svikarar og mestu ómagar samfélagsins, sem eru bankavina-félagið með leyninöfnin (í anda Bildenburgarer-höfuðpauranna, víðs vegar um heiminn, og sína herteknu peningaveldis-þræla).

Hvar værum við án björgunarsveitanna, sem bjarga fólki af vegum landsins, sem stjórnmálamenn svíkjast um að halda í nothæfu formi?

Og allt vinna björgunarsveitirnar í sjálfboðavinnu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.11.2011 kl. 20:15

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Göng eiga vera til að rjúfa einangraðar byggðir ekki til að flýta för í vinnu um 10-15 mín

Einar Bragi Bragason., 8.11.2011 kl. 22:08

6 Smámynd: Camel

Ég skil alveg afstöðu þína Einar, göng verða að koma frá Seyðisfirði til Héraðs, þó það nú væri.  Héraðsmenn vilja nú greiðari aðgang að hafnarsvæði sínu, ekki rétt.

Camel, 8.11.2011 kl. 22:53

7 identicon

Vaðlaheiðargöng eru tímaskekkja, þegar lokið er við að koma Vestfjarðavegi nr. 60 inn í nútímann, gera Norðfjarðargöng og Seyðisfjarðar-, þá skulum við huga að Vaðlaheiðargöngum.   Það er ekki einu sinni komið bundið slitlag á allan veg nr. 60, hvað þá annað, hluti hans (milli Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar) er ekki mokaður - sem sagt lokaður/ófær - nokkra mánuði á hverjum vetri!  Svo ætla menn að gera göng undir Vaðlaheiði!!

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband