Bændur og sægreifar

Ég verð nú að taka undir það að  ekki sé eðlilegt að eignarhald á landinu sé í höndum fárra manna sem eilíft er með frekju við veiðimenn sem ætla að skjóta sér í ofninn eða á pönnuna.

Nokkrir stórbændur segjast eiga land frá fjallatoppum að fjöru og ekki bara það heldur eiga þeir sjóinn nokkuð út fráfjörunni.  Þessu verður almenningur að kyngja, almenningur sem vill fá að bjarga sér með veiði af einhverju tagi.  Það er alveg nóg handa þessum bændum, land til búskapar og annað verði´handa almenningi.  Bændasamfélagið er löngu liðið og verður að koma þeim í skilning um það.

Svo eru það blessaðir útgerðarmennirnir sem verður að skoða.  Það getur heldur ekki talist eðlilegt að fáar fjölskyldur í landinu séu með eignarhald á óveiddum fiski, veðsetji hann fyrir erlendum lánum.  Það sjá allir að illa getur þá farið ef erlendir aðilar ganga eftir því veði ef útgerðin fer á hausinn.

Nei, landið og miðin í eigu almennings og hana nú.


mbl.is Einkaeign á landi úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, það er nauðsynlegt að réttlætið ráði í útdeilingu á landareign. Ég var nú svo barnaleg á árum áður, að ég hélt að það væri rétt að almenningur ætti allt land og miðin. Það voru að sumu leyti þröngsýnis-öfgar hjá mér, sem ekki standast gagnrýna skoðun, ef vel að að gáð.

Skilyrðin fyrir að eiga land/sjávar-nytjar, hljóta að vera þau að Ísland njóti afraksturs eignarinnar, ásamt ábúendum Íslands, hverrar þjóðar sem þeir voru upprunalega. Það finnst mér réttlátt. Ég óska eftir réttlátri og rökstuddri gagnrýni um þessa skoðun mína, til að ég og aðrir geti lært hvað er rétt og rangt í þessum málum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2011 kl. 19:37

2 Smámynd: Camel

Anna, þú hefur ekki lesið þetta rétt hjá mér sýnist mér.  Ég sagði að bændur ættu að fá land til búskapar sem dygði þeim til þess.  Það er ekki eðlilegt að þeir frekist á öllum melum og klettum sem eru langt frá býlum þeirra og engum að gagni nema veiðimönnum og útivistafólki.  Nei nú eru bændur farnir að rukka fólk um peninga fyrir veiðileyfi.  All margir þeirra banna veiðar á SÍNU landi alveg sama hvort það er klettótt fjallshlíð langt frá búi og í raun ekkert notað eða gróðurlausir melar sem koma engum að gagni.

Camel, 30.11.2011 kl. 19:51

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Camel. Ég tek öllum leiðréttingum af jákvæðni, um hvernig ég hef lesið þetta. Það er að sjálfsögðu ekki rétt að bændur eða sægreifar frekist á óréttlætis-hátt um yfirráð yfir ónotuðum móum, melum og sjávar-landhelgi-nytjum.

Það er ekki sanngjarnt að ofurríkir einstaklingar eða jarðareigendur hafi leyfi til að neita almenningi um afnot af ónýttu landi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2011 kl. 21:00

4 identicon

En hvað eiga þá auðmenn að gera við auðæfi sín ef þeir mega ekki fjárfesta fyrir þau í því sem þeim sýnist? Það er alveg augljóst að héðan mun allt fjármagn streyma í burtu ef að þessi fasíska hugmyndafræði sem VG boða mun ganga eftir. Ef af verður þurfa bændur og aðrir þurfalingar heldur ekki að hafa áhyggjur af fjármagnseigendum því engir verða eftir á klakanum og hér mun ekkert viðhafast annað en eymd og volæði. Það er líklega það sem VG vill; Ísland - land fyrir aumingja og aðra vitleysinga sem láta teyma sig til slátrunar!

Kristinn (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 22:24

5 identicon

Sæl verið þið Anna og Camel. Eitthvað fer hérna á milli mála.Ég hef sjálfur verið bóndi lengi og tel mig þekkja nokkuð til þessara mála.Þar sem ég þekki til hafa bændur ekki amast við því að almenningur fari um lönd þeirra,en ég veit hinsvegar að sumarhúsaeigendur úr þéttbýlinu hafa sumir bannað umferð annara um sín lönd.Almenningi er svo tryggður réttur með lögum til þess að fara um óræktuð lönd.En hvað varðar veiðimenn þá eru þeir misjafnir eins og aðrir og þörf er á að eftirlit sé haft með þeim.

Kveðja Hreinn 

Hreinn (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 22:36

6 Smámynd: Camel

Kristinn, auðmenn og aðrir aurapúkar eiga ekki að fá rétt til stórra landareigna til að einoka þau fyrir sjálfan sig og vini.

Almenningur á að halda rétti sínum í óbyggðu landi.

Camel, 30.11.2011 kl. 22:36

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hreinn. Það er nauðsynlegt að koma á laggirnar, óbyggða-verndarverði. Það hafa verið búnar til starfs-stöður af minna tilefni. Ég mæli með Ómari Ragnarssyni til að hafa yfir-umsjón með verkinu. Enginn er betur til þessa nauðsynlega verks fallin heldur en hann, því hann þekkir landið og skilyrðin betur en nokkur annar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2011 kl. 23:09

8 Smámynd: Camel

Hreinn, bændur geta verið misjafnir eins og veiðimenn því miður.  Ég ætla ekki að fara að gera lítið úr bændum hér, þeir sem ég þekki eru gott fólk.

Hvað varðar eignarhald þeirra á svokölluðum afrétti á ekki að eiga sér stað.  Það er annað að virða nærlönd sem dýr ganga um hjá þeim.  Þegar kemur að veiðitíma fugla á haustin er búfénaður fljótt komin´heim að húsi hjá bændum.  Því sé ég ekki hvað er verið að amast við veiðimönnum.

Því miður eru sumir bændur ansi gírugir í að heimta veiðigjald ef þeir banna bara ekki veiði.  Ég er ekki sáttur við þetta.  Ekki lagast það nú þegar svokölluðu heldri menn, fjáðir mjög, taka sig til og kaupa jarðir og gerast kóngar á svæðinu.

Camel, 30.11.2011 kl. 23:36

9 identicon

Camel.

Þá þarf almenningur að kaupa sér þau lönd sem hann vill ráða yfir. Gangi þessar fasísku hugsjónir þínar eftir mun almenningur ekki geta nýtt sér þær auðlindir sem þessar fasísku hugmyndir eiga að færa þeim, því þeir munu ekki vera bærir til eins né neins. Fasismi hefur ekki verið góður neinu þjóðfélagi.

Kristinn (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 08:18

10 Smámynd: Camel

Kristinn, ég veit ekki hvernig þú færð það út að hér sé á bak við fasískur hugsunargangur þó maður vilji landið og miðin í hendur ríkisins og þaðan verði öllu stjórnarð fólki til heilla.

Það er ekki góð bók að landið og miðin skuli vera í höndum fárra smákónga og gæðum þess skammtað til vina og vandamanna þeirra.  Er það sú sýn sem þú hefur Kristinn ?

Camel, 1.12.2011 kl. 10:40

11 identicon

Það er ekki góð bók að landið og miðin skuli vera í höndum fárra smákónga og gæðum þess skammtað til vina og vandamanna þeirra.  Er það sú sýn sem þú hefur Kristinn ?

Það sem þú segir hér er nákvæmlega það sem þú sjálf boðar. Kynntu þér hvað er fólgið í fasisma og kynntu þér hvaða áhrif fasismi hefur á samfélög.

Kristinn (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:14

12 Smámynd: Camel

einhvertíma hefði þetta nú verið kallað sósíalismi Kristinn, það er nokkuð annað en fasismi

Camel, 1.12.2011 kl. 17:32

13 identicon

Grunnundirstöður fasisma eru sósíalismi Camel. Það er nákvæmlega það sem við sjáum hér.

Kristinn (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 22:05

14 Smámynd: Camel

Ég verð nú að óska þér til hamingju, Kristinn, með þessa undarlegu skilgreiningu á sósíalismanum

Camel, 1.12.2011 kl. 22:24

15 identicon

Ég var ekki að skilgreina eitt né neitt. Kynntu þér bara hlutina. Þegar þú hefur séð ljósið sérðu hvað þetta er arfavitlaus hugmyndafræði að koma í veg fyrir einkaeign.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 12:57

16 Smámynd: Camel

Kristinn, þú ættir að lesa upphafið aðeins betur og þá sérðu að ég tala ekki á móti einkaeign sem slíkri en ég er á móti núverandi fyrirkomulagi og er á móti því að landið sé selt´einhverjum sem ekki hefur fasta búsetu hér.

Camel, 2.12.2011 kl. 13:38

17 identicon

Já, úr greininni má lesa að þú sért á móti núverandi fyrirkomulagi vegna þess að þú færð ekki að skjóta þér í soðið. Getur verið að þú tilheyrir þeim forréttinda minnihlutahópi almennings sem kallast veiðimenn? Þeim hópi sem telur tæpt hálft prósent af þjóðinni allri. Það er þá fólkið sem þú kallar almenning, en það er í raun ekkert annað en forréttindahópur sem hefur efni á rándýru sporti. Og þessu fólki viltu færa lönd réttmætra eigenda með eignarnámi? Og berð fyrir þig hugmyndafræði sósíalisma?

Þá má líka lesa úr orðum þínum að þú sért á móti því að þeir sem hafa ekki fasta búsetu hér fái að fjárfesta í landinu okkar. Hugmyndafræði fasista gengur einmitt líka út á þetta, þ.e.a.s. að útiloka aðra frá auðlindum á grundvelli kynþáttar, þjóðernis o.s.frv.

Í mínum huga er þetta fasismi - ekki sósíalsmi. En hugmyndafræði sósíalismanns er nauðsynleg til að blekkja fólk í þennan leik. Þeir sem aðhyllast gildi markaðshyggju láta hins vegar ekki blekkja sig í þessa átt.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 15:03

18 Smámynd: Camel

Kristinn, ég á ódýrustu gerð af haglabyssu sem ég borgaði heilar 9000 kr. fyrir, það er nú allurinn í þessu dýra sporti sem þú kallar NÍU ÞÚSUND.  Það var ekki dyrt að ná sér í mat með þessari byssu hér áður fyrr, áður en farið var að rukka helvítis helling fyrir veiðina.

Svo varðandi útlendinga og landakaup.  Þjóðverji einn keypti land ekki lankt frá Vík.  Það varð allt vitlaust þegar berjatínslufólk fór í brekkurnar eins og fólk hafði gert þarna í ómunatíð.  Þarna fékk fólk ekki einu sinni að fara um hvað þá meira.

Viljum við hafa þetta svona Kristinn ?

Mitt svar er NEI

Camel, 2.12.2011 kl. 17:53

19 identicon

Mitt svar er já. Það er engin afsökun að fólk hafi komist upp með að stelast í lönd áður fyrr og arðræna fyrri eigendur þeirra. En boðskapur þinn kemst til skila. Þú vilt að ríkið taki af sumum til að gefa öðrum. Í mínum huga er það fasismi.

Kristinn (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband