Hvað viljum við ?

Ég horfði á Sarkozy í fréttunum í gærkvöld.  Þar vildi hann meiri samvinnu og samruna evruríkja og hafði það að orði að Frakkar gæfu samt ekki eftir sjálfstæði sitt.  Þetta þótti mér nokkuð merkilegt.

Er stefnan hjá sambandinu að fara alveg að sjálfstæðislínunni, svo langt að lítið þarf til að fjarlægja hana og búa til eitt svæði ?  Er þetta það sem við viljum fara út í núna með Jóhönnu og co.

Margar íslenskar fjölskyldur hafa flutt úr landi nú þegar og margar á leiðinni út á næstu mánuðum vegna ástandsins hér.  Mér var nú að detta það í hug hvort við gætum ekki bara flutt núverandi ríkisstjórn út í stað þeirra fjölskyldna sem eiga eftir að fara að öðrum kosti.  Ég vill frekar halda í þessar fjölskildur en ríkisstjórn sem vill henda okkur fyrir úlfana á evrusvæðinu.


mbl.is Sarkozy: Óttinn lamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband