3.12.2011 | 12:19
Guðmundur og trúðarnir
Ég er bara ekki að fatta þetta samstarf Guðmundar við trúðana í Reykjavík. Á nú að breyta þinghúsinu úr leikhúsi í sirkus ?
Gríðarlegur áhugi á framboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ég held að þessi flokkur ætti að taka upp nafnið Tækifærissinnaflokkurinn enda er þetta þriðji flokkur Guðmundar og hans stefnumál er einfaldlega að halda sér inni á þingi. Hitt stefnumál hans er ESB. Það tekur ekki langan tíma að kynna stefnuskrána á blaðamannafundi þegar þar að kemur.
Hver borgar annars fyrir þessi herlegheit öll? Af hverju spyrja blaðamenn ekki að því?
Þessi flokkur verður sjálfsagt enn einn miðjuflokkurinn, þar fer að verða þröng á þingi. Einhverra hluta vegna fer ekki nógu hátt hversu illa Besti flokkurinn hefur staðið sig við stjórn Reykjavíkur:
http://www.amx.is/fuglahvisl/17881/
Við vitum þá hvernig fjármálastjórn ríkisins verður þegar/ef Guðmundur verður forsætisráðherra.
Ég óska Guðmundi eigi að síður góðs gengis því ekki viljum við að hann verði atvinnulaus og þar með fórnarlamb eigin frammistöðu sem þingmaður undanfarin ár en þúsundir landa okkar líða nú fyrir lélega stjórn og m.a. frammistöðu hans.
Helgi (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 19:21
Sæll Helgi, það er spurning hvort Guðmundur ætli að feta í fótspor Ólafs Ragnars Grímssonar, fara í flokkaflakk og síðan í forsetann.
Camel, 3.12.2011 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.