Ögmundur er ekki alltaf blankur

Hann Ögmundur er öfugnúinn sem fyrr þegar kemur að Norðfjarðargöngunum.  Nú hendir hann skít í Möllerinn fyrir að tala máli ganganna í ríkisstjórninni, göngum sem búið er að svíkja Fjarðabyggðabúa um síðan sveitafélagið var stofnað.

Ögmundur virðist ekki skilja það að gömlu göngin í Oddskarði eru ónýt og eru að hrynja saman.  Þegar það verður er enginn vegur sem getur tekið við umferð til og frá Neskaupstað.  Reyndar er vegarslóði yfir Oddskarð en hann getur ekki tekið við þeim þunga sem er þarna um, getur ekki valdið þeim þungaflutningi sem er.

Ögmundur talar um fjárskort.  Ekki virðist vera neinn fjárskortur hjá ríkinu þegar kemur að listamannaelítunni.  Þangað er endalaust mokað peningum þegar við í raun höfum ekki efni á að skemmta okkur með þeim hætti sem ríkið vill láta okkur gera.

Ég vill því þessa ríkisstjórn burt og fá aðra sem gerir eitthvað annað við peninginn en að henda honum í skemmtanahald.

nesk 1


mbl.is Ögmundur segir loforðapólitík Kristjáns liðna tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú aldeilis hræddur um að fyrri ríkisstjórnir hafi ausið fé í listamannaelítuna. Það var ekki núverandi ríkisstjórn sem ákvað t.d. að byggja Hörpuna.

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 08:33

2 identicon

Ég tek þó fram að mér finnst alltof mikið sett í menningu og listir nú þegar nauðsynlega þyrfti að nota þá aura í annað.

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 08:36

3 Smámynd: Camel

Það var núverandi ríkisstjórn sem tók ákvörðun að klára Hörpuna, Guðmundur, þrátt fyrir að vita ekkert um hvernig okkur myndi reiða af eftir hrunið.  Það var kuldi finnst mér.

Þá mætti ríkið fara að spara við sig utanlandsferðirnar, sem eru sennilega flestar óþarfi.  Alla vega eru þær okkur dýrar.

Camel, 20.12.2011 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband