5.1.2012 | 14:20
Einar Rafn & co.
Nú held ég að Einar Rafn & co. hafi farið heldur langt fram úr sjálfum sér með þessari fáráðlegu ákvörðun.
Það virðist sem leggja eigi heilbrigðismál fjarðabúa í rúst endanlega og grunar mig að meira og meira eigi að draga hana til Héraðs. Það er alla vega draumur Einars & co.
Það eina sem við fjarðabúar getum gert núna er að slíta okkur frá þessu Héraðsveldi sem heilbrigðismálin eru orðin hér fyrir austan.
Ég vill því tala út á hreinni íslensku við Einar & og co og segja:- Farið þið í rass og rófu.
Gerræðisleg áform um sparnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ekki þetta Héraðs vs. Fjarða væl. Það á ekki við hér. HSA þarf að spara 150 - 170 milljónir á árinu og það er auðvitað eðlilegast að stinga strax uppá þvi að loka á Norðfirði, þó ekki sé nema bara vegna þess að flestir, ekki þó þú sýnist mér, sjá að þetta er sett fram til að hrista upp í hlutunum. Þeir sem nenna að setja sig inn í málin sjá strax að það er ekki hægt að spara í heilbrigðiskerfinu með þessum hætti vegna þess að sjúklingarnir hverfa ekki. Þetta er tillaga sett fram til fá þá sem ráða til að hugsa málið. Það er svo annar vinkill hvernig sveitapólitík og hrepparígur er að skemma allt fyrir austan. Það má í þessu samhengi minnast á að Vatnajökulsþjóðgarði er stýrt frá Reykjavík vegna þess að fólk á Austurlandi náði ekki saman um það hvar skrifstofan ætti að vera.
H (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 15:32
Það hefur verið ansi mikil læti hér undanfarin ár herra H. læti sem þú veist sennilega ekki hver eru og er þessi tillaga í sama anda og þau sem á undan eru gengin. Kynntu þér þau og haltu svo áfram í þeim dúr sem þú skrifar, ef þér þykir það sanngjarnt.
Camel, 5.1.2012 kl. 20:08
Ég hef reyndar fylgst vel með því sem hefur gengið á í Fjarðabyggð og veit þess vegna alveg um hvað er að ræða. Það er sveitamannalegt og kjánalegt að halda því fram að hér komi í ljós einhver andúð í garð Fjarðamanna. Ekki gleyma því að FSA er fyrir alla sem búa á Austurlandi, ekki bara Fjarðabyggð. Það að blanda þessu saman við það að fundið er að við lækni á Eskifirði er skrýtið og ég skil ekki tenginguna. Það að yfirstjórna HSA sitji á Egilsstöðum gerir ekki HSA að einhverskonar Héraðsbatteríi. Þessi tillaga lítur þannig út að það er verið að sýna fram á fáránleika þess að þurfa að slá niður um 170 milljónir. Það er ekki hægt í svona rekstri nema með því að loka einingum í einhvern tíma og þá er auðvitað eðlilegt að loka stærstu einingunni, eða hvað? Ekki er hægt að loka litlu einingunum þar sem þær þjóna sem heilsugæslustöðvar.
H (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 08:47
Við skulum ekki fara að blanda máli læknisins á Eskifirði inn í málið, það er nú alveg sér kapítuli. Svo vill ég líka benda þér á annað kæri H. Ég hef ekkert talað um andúð á Héraðsmönnum, síður en svo. Það sem ég á við er að þeir eru seigir að skara eld að sinni köku og hafa alla tíð verið hvað varðar að ná til sín stofnunum o.s.f. Vill ég þar nefna bifreiðaskoðun og heilbrigðiseftirlitið sem dæmi.
Camel, 6.1.2012 kl. 12:05
Hvaða læti ertu að vísa í hér að ofan? Eru Héraðsmennað skara eld að sinni köku með því að opinberar stofnanir setji niður starfstöðvar sínar á Héraði? Hafa þeir í alvöru svona mikil ítök? Ef þeir hafa það hvers vegna er þá sjúkráhúsið á Norðfirði, en ekki á Héraði? Hvað með Vegagerðina? Er ekki frekar hægt að vera ánægðu með það að hafa þetta í fjóðrungnum frekar en að velta því fyrir sér hvort að starfstöðvar eru í Fjarðabyggð eða á Héraði? Þetta er það sem ég kalla sveitamennsku og kjánaskap. Það er með ólíkindum hvað mönnum gengur illa að starfa saman og alltof margir nota kraftana frekar til að vinna á móti framþróun annarsstaðar. Ég ítreka það að ég vil fá að vita meira um þessi læti sem þú talar um og í hvaða anda sparnaðartillögurnar frá HSA eru.
H (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 14:07
Ég held ég kveðji þig bara að sinni herra H. kemur ekki fram einu sinni undir nafni, þykist vera fyrir sunnan og segist nú vera staddur á Héraði.
Camel, 6.1.2012 kl. 14:31
Þetta eru frábær rök sem þú beitir í síðasta innleggi þínu... Ég hef aldrei sagst vera nokkursstaðar, eða þóst vera nokkursstaðar, eða hvað?? Það sem þú skrifar um að þessi sparnaðartillaga, að loka FSN í 6 - 8 vikur, sé angi af einhverju öðru stenst einfaldlega ekki, eða í það minnsta treystir þú þér ekki til að færa nein rök fyrir þessari fullyrðingu þinni. Það má kannski segja að hér sjái maður vandann í hnotskurn, málið snýst ekki um lokun FSN heldur rembinginn sem er á milli Fjarða og Héraðs. Það er stóra vandamálið á svæðinu.
H (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 16:14
Þú ert nú bærilega farinn að snúa út úr núna karlinn/kerlingin. Hvað varðar sjúkrahúsið í Neskaupstað þá skal það upplýst hér og nú að Norðfirðingar byggðu sitt sjúkrahús sjálfir á sínum tíma.
Svo er þetta ekki í fyrsta skipti sem talað er um lokanir. Þær hafa verið nokkrar eins og þegar fæðingadeildinni var lokað o.s.f.
Því trúir maður öllu þegar þetta apparat fer af stað þarna í Héraðinu.
Camel, 6.1.2012 kl. 17:47
Þarna kemur þú einmitt með ástæður þess að þú ert að skrifa um þetta mál. Yfirstjórnin er á Héraðinu og þess vegna er verið að loka í Fjarðabyggð. Þetta er sumsé í þínum huga hrepparígur, en ekki ígrunduð ákvörðun tekin af illri nauðsyn. Gleymdu því ekki að Héraðsmenn nota líka FSN og þetta kemur þess vegna ekki til af hrepparíg. Að halda því fram, eins og þú gerir grímulaust, er í besta falli heimskulegt. Það að segja að Norfirðingar hefi byggt sitt sjúkrahús sjálfir er líka angi af hrepparíg. Það er nú rekið af ríkinu sem sjúkrahús alls fjórðungsins en ekki sem einkasjúkrahús Norðfirðinga, þannig að niðurskurður á apparatinu kemur við alla. Gleymdu því ekki.
H (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.