12.1.2012 | 12:46
Möller & Sigfússon co.
Þeir félagar, Knoll og Tott, ætla sér að berja Vaðlaheiðargöngin í gegn núna því þeir verða ekki í aðstöðu til þess eftir næstu kosningar.
Þeir eru með þessu máli að hygla sínum kjósendum á Eyjafjarðarsvæðinu og nágrenni á kostnað þeirra sem virkilega þurfa á veggöngum að halda.
Ég segi því:- Farið í röðina og verið þar, þar til kemur að ykkur.
Ákvörðunin hjá stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ættir að hafa þínar staðreyndir á hreinu áður en þú skrifar á opinberum vettvangi félagi.
Þessi framkvæmd er ekki í neinni röð, hún er einkaframkvæmd og er ekki á samgönguáætlun og þar af leiðandi ekki að spilla fyrir annari gangnagerð. Það er ríkistryggingin sem svo margir eru að misskilja.
Þorvaldur Helgi (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 13:34
Það hefur komið fram undanfarið í fjölmiðlum það sem alla landsmenn grunaði (nema nokkrir tréhausar á Norðurlandi) að þetta leikrit Möllers og Steingríms var sjónarspil til að koma greiðslum á endanum yfir á ríkið, enda 51% í eigu þess.
Það að halda því fram að það fari 90% umferðarinnar þarna um göngin er alger fyrra, sumir hafa reiknað þetta niður í 20% umferðarinnar. Þar sem þetta er fyrirfram dauðadæmt kemur það til að skella á ríkinu og tefja fyrir framkvæmdum annarstaðar á landinu.
Ertu sáttur við svona ævintýri Þorvaldur eða ertu bara illa upplýstur um þetta.
Camel, 12.1.2012 kl. 17:04
Ekki veit ég á hvaða fjölmiðla þú hlustar.
Ekki þarf ég frekari staðfestingu á hvar þú býrð félagi. Það er morgunljóst að þú hefur ekki ferðast ótal sinnum um Víkurskarðið og bíður eftir því að losna undan þessum útúrdúr sem það svo sannarlega er fyrir alla þá sem keyra daglega þarna um, farðu ekki að setja þig á svo háan hest að þú getir séð inn í hugarheim þessara ökumanna.
Og annað sem ég heyri ekki í umræðunni. Það er ekki óraunhæft að áætla að 1.5-2 lítrar af eldsneyti aukalega við það að keyra yfir Víkurskarð. Á núverandi eldsneytisverði getur það verið allt að 500 krónum dýrara að keyra Skarðið í eldsneytiskostnað. Veggjald 1000 og mismunurinn 500 krónur, það borga ALLIR norðlendingar glaðir þessar 1000 krónur fyrir að fá að nota göngin. Það get ég fullyrt. Talandi um tréhausa vinur.....
Þorvaldur Helgi (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 18:49
Já Þorvaldur, það vill nú svo til að ég er búsettur á Eskifirði en ekki í 101 eins og þú heldur. Svo skaltu vita að ég ferðast mikið og það til Akureyrar, fer því Víkurskarðið nokkuð oft bæði sumar og vetur.
Nú vill ég benda þér á nokkuð sem þú hefur ekki skoðað sýnist mér. Farið var fram á að sveitarfélög sameinuðust. Það var og gert hér hjá mér fyrir nokkuð löngu þegar Norðfjörður, Eskifjörður og Reyðarfjörður sameinuðust. Þá gaf ríki-ð loforð um göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar úr Fannadal yfir í Eskifjörð og átti að hefjast f´ljótlega á framkvæmdum. Þær drógust og svo voru Héðinsfjarðargöngin til eins og það ævintýri varð á endanum. Þau voru þar með tekin fram fyrir framkvæmdirnar hér fyrir austan.
Nú vildu þeir, nánast á sama svæði fá önnur göng fram fyrir Norðfjarðargöngin. Ekki var hægt að setja fram sömu rök og notuð voru við Héðinsfjarðargöngin þegar þau voru tekin fram fyrir. Því þurfti að setja upp leikritið: Sjálfbær göng.
Þú virðist vera fastur Þorvaldur í einhverju sem sett var fram í upphafi fyrsta leikþáttar, sérfræðingar eru löngu búnir að rífa það bull niður og sýna fram á að þetta dæmi getur ekki gengið upp.
Ég vill benda þér á að ég hlustaði á enn ein rökin fyrir vitleysunni í fréttum RÚV í hádeginu í dag, ein af fjölmörgum.
Ég vill einnig benda þér á að Oddskarðsgöngin eru að hrynja, veit það vel því ég ek þau daglega til vinnu minnar í Neskaupstað.
Ég vona því að þú skiljir af hverju við hér í Fjarðabyggð séum orðið svolítið pirraðir á svikum stjórnvalda og uppsetningu þeirra á lélegum leikþáttum fyrir norðan.
Camel, 12.1.2012 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.