31.1.2012 | 00:39
Velkomnir Kínverjar
Ég er ánægður með þessa frétt og þann boðskap sem hún flytur. Það er hið besta mál að eiga viðskipti við Kína og tel að það verði okkur einungis til góðs.
Ég er samt ekki á því að selja þeim land í stórum stíl eins og til stóð með Grímsstaði. Þeir hefðu þá kannski keypt Brú á Jökuldal næst og þá verið komnir með landsvæði frá sjó í norðri að Vatnajökli og þar með stórann hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs í hendurnar. Ekki viljum við það ?
Við getum kannski fengið Kínverja til að bora fyrir okkur í gegn um nokkur fjöll fyrir lítið, þeir eiga örugglega græjur til þess. Samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu gætu þeir aðstoðað okkur með spítalamálin, sem eru í algjöru messi.
Ég segi því, velkomnir Kínverjar svo lengi sem þið reynið ekki að taka frá okkur landið.
Kínverjar vilja nálgast Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
En eitthvað verður að láta í staðinn. Yfirleitt eru Kínverjar ríkjandi í verslun og viðskiptum þar sem þeir hafa haslað sér völl á erlendri grund. Verðbréfamarkaðurinn á Íslandi yrði normal en ekki svínarí, þar sem Kínverjar yrðu fljótir að yfirtaka hann ( sem betur fer).
Það eru ekki bara H&M búðir sem Íslenskar konur missa sig í í útlöndum. Talaðu ekki um Kínabúðirnar þar sem varan kostar ekki neitt, eða þannig. Allar fatabúðir á Íslandi færu á hausinn dírekt. Búsáhalda búðir og ritföng sömu leið. Það er ekki bara ESB sem er hættulegt fyrir siðlausa þjóð að hafa samvinnu með.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 10:13
Við höfum reyndar verið í viðskiptum við Kínverja með ýmislegt undanfarin ár eins og með þekkingu á nýtingu jarðvarma og fl.
Ég óttast það ekki að þeir taki yfir fatamarkaðinn hér. Ég er eki farinn að sjá Íslendinga ganga um í einhverjum Mao galla.
Camel, 31.1.2012 kl. 11:20
Camel! 90% af öllum fatnaði í Evrópu er framleiddur í Kína og skórnir líka! Og að sjálfsögðu er þetta allt merkisklaði (falsað og ófalsað).
Það er greinulegt að þú hefur aldrei komið inn í Kínabúð og veist lítið um hvað gerist í nágrannalöndunum.
Þegar íþrótta brjótahaldari, sama merki og sömu gæði, kostar okurverðið 6000 ísl.kr. eða 37€ á Íslandi en 2€ í Kínabúð á Spáni, þá kannski skilur þú hvað ég meina. Íslendingar eigið engan séns, ef þeir hasla sér völl í landinu. Hvar heldur þú að dýru merkis íþrótta gallarnir og skórnir séu framleiddir. Þú færð alla þessa vöru á 20 falt lægra verði en á Íslandi. Kvaðja.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 14:11
Ég sé ekki skaðan í því að nokkrar okurbúllur fari á hausinn. Finnst þessar fatabúðir hér vera mun siðlausari en neytendurnir. Það sem við þurfum að hafa áhyggjur af eru framleiðslu fyrirtæki, ekki okrandi millimenn sem skapa engin verðmæti. En framleiðslu fyrirtækin geta bara notið góðs af sambandi við kína.
Karl (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.