12.5.2009 | 22:22
Hvenar verða hraðamælingar boðnar út
Nú á að fara að einkavæða sýnatökurnar hjá löggunni. Það er ekki nóg að það eigi að eikavæða löggubílana. Hvað verður eikavætt hjá lögunni næst, þeir sjálfir eða hvað.
Auglýst er eftir meinatæknum, læknum eða öðrum með slíka menntun til að annast sýnatökur úr ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.
Hver ræður gjaldskrá heilbrigðisstofnanna, eru þær ekki ríkisreknar ? Er ekki bara verið að færa pening úr einum vasa í annan hjá ríkinu.
Ég hélt að einkavæðing væri ekki á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar en nú virðist allt ætla að verða falt.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Löggæsla, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.