22.5.2009 | 10:26
Er hægt að koma í veg fyrir umferðaslys
Undanfarið hefur borið mikið á fréttum af umferðarslysum, hraðakstri og vímuakstri í fréttum fjölmiðla. Það er grátleg staðreyndi að fjölmiðlar ná ekki nema broti af þeim óhöppum og slysum sem eiga sér stað í kring um landið svo maður tali nú ekki um hraðaksturinn og ölvunar/vímuaksturinn.
Hvað er fólk að pæla. Ég er ekki að segja að öll óhöpp og slys eigi rót sína að rekja til vímuaksturs og hraðaksturs. Fólk fer illa hvílt út í umferðina, úttaugað vegna vandamála og gleymir sér augnablik, það er nóg, slys verður. Farið nú að hugsa svolítið áður en þið farið af stað.
Hér eru nokkur óútskýrð dæmi.
Lögreglan á Hvolsvelli hefur tekið 17 manns fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsveginum frá Hvolsvelli og austur að Klaustri í gær. Þar af voru 3 teknir á yfir 140 km hraða og nokkrir án ökuleyfis eða skírteinislausir.
Karlmaður um þrítugt slasaðist skömmu fyrir hálf fimm í gær, hann féll á mótorkross-hjóli sínu í Grímsnesi.
Bílvelta varð á Norðurlandsvegi á móts við bæinn Höskuldsstaði í Akrahreppi um hálfníuleytið í fyrrakvöld. Ökumaður og tvö ung börn sem voru í bifreiðinni sluppu með minniháttar skrámur. Bifreiðin er gjörónýt eftir veltuna.
Bifhjólamaður mældist á 175 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi við Grafarholt, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund um hálfníuleytið í fyrrakvöldi.
Það verður að segjast eins og er að við, þessir almennu, getum stundum komið í veg fyrir svona lagað með að tilkynna um athæfin og ég tala nú ekki um það þegar við vitum að þau eru yfirvofandi og hægt að koma í veg fyrir að ökumaður hefji akstur í slæmu ástandi.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Ferðalög, Löggæsla | Facebook
Athugasemdir
Halló, ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa færslu, værir þú til í að útskýra hvað þú meinar, ég þekki eitt af þessum slyfa af fyrstu hendi og ég er ekki alveg að fatta pointið hjá þér
kv
Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.