Færsluflokkur: Samgöngur
1.12.2011 | 18:57
Norðfjarðargöng, ný dagsetning
Nú er komin ný dagsetning á Norðfjarðargöngin. Hefjast á handa einhvertíma á árunum 2015-2018. Ekki fylgir sögunni hvaða dag þau eiga að vígjast en það verður sennilegast 1 maí það árið eins og gamla loforðið var.
Svo á eitt annað eftir að koma í ljós, það er hvað sjálfbæru göng Möllers koma til með að tefja framgang mála hér fyrir austan.
Hvað verður gert þegar Oddskarðsgöngin hrynja endanlega saman og ekki einu sinni byrjað á göngunum í stað þeirra ?
21.11.2011 | 12:52
Hefur ekki kjark til að reikna
Ég er ekki hissa á því þó menn þori ekki að leggja í útreikning á sjálfbærni Vaðlaheiðaganga og beri þar öllu við til að losna við verkið s.s. eins og fjölskyldutengslum.
Nú er það spurningin, hver verður fenginn til að reikna út þessa sjálfbærni ganganna ? Hver situr uppi með þessa neikvæðu niðurstöðu sem kannski verður til þess að hætt verði við gerð ganganna að sinni.
Það vita það nú flestir, sem hafa fylgst með þessu máli, að göngin koma aldrei til með að verða sjálfbær. Það endar því á ríkinu að borga brúsann.
![]() |
Meta ekki Vaðlaheiðargöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2011 | 15:03
Þetta er allt voða voða skrítið
Til hvers er ríkið þá að taka einn miljarð í lán vegna Vaðlaheiðarganga ef þeir eiga ekki að greiða neitt ?
![]() |
Alþingi ljúki málinu strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2011 | 23:51
Nú eru til peningar
Já, var það ekki,búið að ráðstafa einum miljarði frá ríkinu í verkefni sem ekki átti að kosta ríkið krónu. Þarna er einhver skítalykt á ferðinni.
Það hefur löngum verið sagt að ekki séu til peningar til vegabóta og löngu lofaðra úrbóta í gatnakerfinu. Fólk skælist enn eftir hættulegum vegum s.s. eins og í Oddskarðsgöngum sem eru smátt og smátt að hrynja. Það fer kannski um einhvern þegar slys verður þar inni vegna hruns.
![]() |
1 milljarður vegna Vaðlaheiðarganga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2011 | 18:17
Svínaríið í gangnagerð
Nú skulu enn ein göngin tekin fram fyrir Norðfjarðargöngin sem löngu var búið að lofa og vígja áttu 1 maí 2011.
Tvenn göng hafa nú verið tekin fram yfir, fyrir vestan og Héðinsfjarðargöngin.
Þetta bull með að Vaðlaheiðargöngin eigi að vera sjálfbær með vegatollum er fásinna. Vetrarumferðin er aðeins 20% af umferðinni sem væntanlega fara um þau. Umferð á sumrin verður sennilegast að mestu yfir Víkurskarð þar sem leiðin styttist ekki það mikið að það borgi sig að aka göngin þegar annað er í boði.
Því er hætt við að ríkið sitji uppi með reikninginn þrátt fyrir fögur fyrirheit um sjálfbærni.´
Þetta vita pólitíkusarnir reyndar vel og held ég því fram að þetta sé bara sjónarspil til að ná Vaðlaheiðargöngum fram fyrir Norðfjarðargöng.
Svo má andskotinn vita hvort ekki verður orðið nauðsynlegt að setja göng einhverstaðar annarstaðar en til Norðfjarðar þegar Vaðlaheiðargöngum lýkur.
![]() |
Hefjast handa eftir áramót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2009 | 22:22
Hvenar verða hraðamælingar boðnar út
Nú á að fara að einkavæða sýnatökurnar hjá löggunni. Það er ekki nóg að það eigi að eikavæða löggubílana. Hvað verður eikavætt hjá lögunni næst, þeir sjálfir eða hvað.
Auglýst er eftir meinatæknum, læknum eða öðrum með slíka menntun til að annast sýnatökur úr ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.
Hver ræður gjaldskrá heilbrigðisstofnanna, eru þær ekki ríkisreknar ? Er ekki bara verið að færa pening úr einum vasa í annan hjá ríkinu.
Ég hélt að einkavæðing væri ekki á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar en nú virðist allt ætla að verða falt.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 08:57
Danskurinn altaf samur við sig
Ég skil ekki af hverju Danir vilja ekki kaupa af okkur gömlu bílana sem hafa reynst okkur svo vel. Þeir segja ýmist að við séum að bjóða þeim jeppa eða annarskonar bíla sem ekki henta í Danmörku.
Þeir segja líka að ef við lækkum verð þá séu þeir til viðtals.
Spurningin er, ef við lækkum verð, henta bílarnir þá eitthvað betur í Danmörku ?
![]() |
Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 05:32
Skökk á flótta frá slysstað
Það verður að segjast eins og er, þetta er ólíðandi andskoti þegar vitað er um drukkið og útúrskakkt fólk í umferðinni akandi um eins og vitleysingar.
Hvernig líður fólki sem veit af því að einhver er fullur eða skakkur undir stýri á bíl og veldur svo slysi, er ekki betra að láta vita svo hægt verði að koma í veg fyrir aksturinn.
Þetta par sem er valdið að slysinu sem greinir frá hér reyndi flótta frá slysstað sem er enn einn glæpurinn þar sem fólkið í hinum bílnum virðist hafa slasast og hefur sennilega þurft einhverja fyrstu hjálp.
Ég segi því, við eigum ekki að líða ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Komum í veg fyrir þvílíkt ef kostur er.
![]() |
Flúðu frá slysstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 16:39
Hvað kosta mannslíf
Hvað verður mörgum mannslífum fórnað áður en rekstri verður komið í viðunnandi horf.
Er ekki fólk að gefa nær alla sína vinnu þarna, ég held það. Það er ekki ásættanlegt ef það þarf að sjá um allan rekstur líka.
Í raun eru slysavarnarfélögin frekar ódýr hér, það er nefnilega ekki tekið neitt fyrir að bjarga fólki eins og tíðkast víða annarstaðar
Svona, opnið bara budduna og reiðið fram þessar 45 millur
![]() |
Gæti þurft að leggja skipunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)