Færsluflokkur: Sjónvarp
29.11.2008 | 16:48
Við viljum að sjónvarpað sé frá mótmælunum
Ég er ekki sáttur með að ekki var sjónvarpað frá mótmælafundinum á Austurvelli. Sjónvarp allra landsmanna, það sem rukkar öll heimili um afnotagjöld hefur ekki sinnt þessu frekar en fyrri daginn.
Stöð 2 hefur verið með útsendingar en voru ekki í dag. Hvað veldur veit ég ekki en þetta er frekar ódýrt sjónvarpsefni svo því er ekki um að kenna.
Vonandi sér önnur hvor stöðin sér fært að sýna frá 1 desember fundinum á Arnarhól næstkomandi mánudag.
Áttundi mótmælendafundurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2008 | 14:14
Það er skömm að þessu
Þessar einkareknu stöðvar vissu að hverju þær gengu þegar þær komu á markað. Nú á að fara að bola RUV út í horn fyrir þessar stöðvar og er það miður. Við eigum að hlúa að okkar miðli enn frekar en að kroppa af honum.
Var ekki verið að kvarta um það um daginn að flestir fjölmiðlar væru komnir í hendur eins manns, á hann eitthvað inni hjá ríkinu sá.
Það er skömm að þessu ráðamenn.
RÚV af auglýsingamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)