Það er skömm að þessu

Þessar einkareknu stöðvar vissu að hverju þær gengu þegar þær komu á markað.  Nú á að fara að bola RUV út í horn fyrir þessar stöðvar og er það miður.  Við eigum að hlúa að okkar miðli enn frekar en að kroppa af honum.

Var ekki verið að kvarta um það um daginn að flestir fjölmiðlar væru komnir í hendur eins manns, á hann eitthvað inni hjá ríkinu sá.

Það er skömm að þessu ráðamenn.


mbl.is RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað með fólk sem nær ekki öðrum miðlum en RUV engar auglisingar ?

hannes (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

RUV er ekki heldur, minn miðill.

"Þessar einkareknu stöðvar vissu að hverju þær gengu"

Þær gengu að ósanngjörnu starfsumhverfi...

Skil ekki þessa röksemdarfærslu hjá þér.

RUV á ekki að vera á auglýsingamarkaði, þeir eiga eingöngu að bjóða upp á innlent efni (og efni frá norðurlöndum) ásamt menningar og fræðsluþáttum.

Hafa ekkert með Lost, Desperate housewifes osfr. að gera

Baldvin Mar Smárason, 28.11.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

hannes

Það ná allir öðrum miðlun.

Blöð, Internet, Stöð 2 osfr.

Ef að Stöð 2 og Skjáreinn fá stærri sneið af auglýsingatekjunum, þá geta þeir kannski "loksinns" farið að senda út í öll krummaskurð á landinu.

Baldvin Mar Smárason, 28.11.2008 kl. 14:28

4 identicon

Ace - það sýnir nú bara greindarvísitölu þína að þú skulir ekki horfa á RÚV og kallir það rusl sem boðið er upp á á Skjá 1 "úrvals þætti". Hvað er þar efst á lista? Singing bee? America's next top model? Fréttir (æ úpps, þeir bjóða að sjálfsögðu ekki upp á fréttir).

Þetta er alls ekki góð ákvörðun og ég efast um að þeir sem hafa kosið að auglýsa á undan fréttum, innlendu efni, dönskum sjónvarpsþáttum og fleiru slíku kjósi að auglýsa í áskriftarveldi Baugsmanna eða á frístöðinni Skjá 1.

Erla (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 14:54

5 identicon

Mig langar bara að spyrja Erla, ég er ekki hlutlaus í þessu og fagna mikið þessari ákvörðun Þorgerðar svo það komi fram, en af hverju er fólk sem setur út á Skjá Einn fyrir að hafa ekki fréttir? Fólk má hafa sitt álit á Skjá Einum sem og öðrum stöðvum en Skjár Einn er ekki fréttastöð. Það er afþreyingarstöð og fréttir teljast ekki til afþreyingar. Hvað er að því að það sé ein stöð á landinu sem er ekki að flytja fréttir og fréttatengt efni milli 6 og 8 á kvöldin? (auðvitað er ég að ýkja tíman aðeins, ekki láta svona) Þó meirihluti fólks horfi á annan hvorn fréttatíman þá eru jú sumir sem vilja kanski horfa á eitthvað annað. Hvað er að því þá?

Þar að auki þá vil ég benda ykkur öllum á að RÚV getur orðið besta fréttastöð landsins (finnst hún ekki vera það eins og er) ef hún hverfur af augýsingamarkaði. Fjölmiðill á auglýsingamarkaði getur aldrei verið alveg hlutlaus fjölmiðill því hann þarf alltaf að svara til auglýsendanna og friða þá sem þýðir að við getum ekki treyst fréttum af fyrirtækjum fullkomlega. Ég spyr til dæmis af hverju hefur aldrei verið neytendaþáttur á Íslandi eins lengi og ég man allavega mín 28 ár. Neytendaþáttur er eitt það nauðsynlegasta tól fyrir neytendur á frjálsum markaði. Það þarf einhver að segja okkur þegar verið er að ljúga að okkur og plata okkur og fyrirtækin þurfa að vita að einhver mun gera það ef þau reyna. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það eigi hlut í sök þess að við íslendingar erum svona oft alveg ónæm fyrir gríðarlegum hækkunum t.d. á eldsneyti og matvörum (er ekki að tala um krepuhækkanir).

Þetta er eitt dæmi þess sem RÚV gæti snúið sér að ef það myndi hverfa af auglýsingamarkaði. Spáið í möguleikunum sem opnast við það líka.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rúv gæti skorið allt niður nema fréttirnar.  Það yrði horft á þær.  Það er fastur liður í menningunni.  Allt hitt er bara padding.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.11.2008 kl. 17:08

7 Smámynd: Camel

En þeirra viðbrögð urðu þau að segja upp 15 manns á fréttastofunni

Camel, 28.11.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband