12.10.2011 | 21:53
Þetta lýst mér vel á
Nú er ég ánægður, mótmæli nær vikulega framan við þinghúsið og Hörður Torfa kominn aftur. Nú verður vonandi alvöru þrýstingur á stjórnvöld.
Við megum ekki gleyma þeim stóra niðurskurði sem hefur dunið á okkur undanfarið nær eingöngu til að rétta hlut peningavaldsins, sem kom okkur í þau vandræði sem við erum í í dag.
Burt með Jóhönnu og Steingrím
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:58 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert að misskilja. Mótmælin beinast að þeim peningaklíkum sem beitt hafa almenning ofbeldi.
Þar er um aðra flokka að ræða en þá sem nú sitja í stjórn.
hilmar jónsson, 12.10.2011 kl. 22:04
Þetta er ekki misskilningur Hilmar. Þessir flokkar sem nú sitja eru handbendi auðvaldsins eins og flestir aðrir flokkar á þingi í dag, bara strengjabrúður. Skoðaðu loforðapakkann fyrir heimilin og efndirnar sem orðið hefur á honum.
Svo skulum við skoða stöðu þeirra sem létu mikið fyrir sér fara fyrir hrun, hvernig þeim hefur verið reddað á þeim forsendum að ekki megi glata þekkingu sem þeir hafa.
Ég segi því, tökum alla peninga af þessu fólki og skiptum strengjabrúðunum út.
Camel, 13.10.2011 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.