15.10.2011 | 02:22
Blessað gamla fólkið
Þeir ætla ekki að gera það endasleppt hjá þessari svokölluðu ríkisstjórn fólksins þegar kemur að málefnum aldraðra. Það vill svo til að þetta gamla fólk þolir illa óöryggi og fer að jafnaði alveg á límingunum þegar það finnur fyrir henni. Þó að ljótt sé að segja það svona þá er þessi samdráttur vel í áttina að slátra þessu fólki eins og búfénaði.
Eina sögu vill ég segja um hvernig farið var með gamlingja sem ég þekki. Hann, ásamt konu sinni, hafði lagt fyrir peninga til elliárana og til að hafa eitthvað handa sér og frúnni á elliheimilinu. Þá kom hrunið. Í framhaldi af því fékk hann upplýsingar frá bankanum um að allt sparifé hans væri nú horfið og að auki skuldaði hann bankanum 47.000 kr. Sá gamli fór í bankann til að fá frekari upplýsingar og var sagt að svona væri þetta bara en þeir skyldu nú strika út þessa 47000 kr. skuld. Svo af sínum rausnarskap bauð afgreiðslustúlkan gamla manninum flísteppi að gjöf... flísteppi, hafið þið heyrt aðra eins vitleysu.
Þessi blessaða ríkisstjórn ætlaði nú að rétta við hlutskipti þessa fólks, sem tapað hafði lífeyrir sínum og átti EKKERT eftir. Allir sjá nú hvernig málum er háttað á þeim bæ með niðurskurðinum svakalega sem á að ganga endanlega frá þessum afætum sem gamla fólkið er í þeirra augum.
Ég segi því, burt með Steingrím og Jóhönnu og allt þeirra hyski.
Aðför að þjónustu við sjúka aldraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.