Hvaða þjóðflokki tilheyrir þú

Það eru tvær þjóðir í þessu landi, það leynir sér ekki ef málið er skoðað aðeins.

Fólk virðist geta keypt sér dýrar vörur í stórum stíl þó allt eigi að vera hér í kalda koli.  Hverjir eru það sem hafa efni á úrum á verðbilinu 400 þúsund til 1,5 miljón.  Svo eru fréttirnar þær að sala lúxusbíla sé farin að glæðast aftur, húsfyllir trekk í trekk í Hörpunni þar sem miðinn kostar ekkert lítið og skemmtistaðir eru sko ekki tómir í dag, nei ó nei.

Svo er það hin hliðin.  700 fjölskyldur á Suðurnesjum þurfa aðstoð Fjölskylduhjálpar og er reiknað með að þær verði orðnar 1000 fyrir jól.  Þá eru víst 6000 fjölskyldur í svipuðum kröggum á höfuðborgarsvæðinu.  Ekki hafa komið fram tölur annarstaðar frá á landinu.

Já, það eru tvær þjóðir í landinu.

 


mbl.is Rolex-úrin rjúka út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er ekki svona svarthvítt einsog þú nefnir.

Var ekki húsfyllir vegna þess að Lindex var að opna. Ný fatabúð og Íslandi. Svo veit ég ekki betur að flestir unglingar í dag eiga snjallsíma, iPad og fartölvu.

Flestir Íslendingar hafa það bara  ágætt. Ég fór á Kevin Smith í Hörpu fyrir viku og sá þar venjulegt fólk einsog ég og þú.

Svo þekki ég nokkrar einstæðar mæður sem nota fjölskylkduhjálp óspart og nota peningana frekar í áffengi, sigaréttur og djammstaði. Og þær eru frá Suðurnesjum.

Þannig að mæla fjölda fólks á skemmtistaði í sömu adrá og þú nefnir fjölskilduhjálp er kannski ekki rökrétt. Ó nei ó nei.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband