Þetta er nú meira bullið í Vegagerðinni

Vegagerðin hamast nú við að bera til baka frétt um að hrunið hafi úr Oddskarðsgöngum síðastliðinn miðvikudag og vill ekki kannast við að stórt grjót hafi fallið úr göngunum.

Samt kemur fram hjá þeim við fréttamann að hrunið hafi úr göngunum á fimm metra kafla svokallaður kargi.  Sennilega eiga þeir þarna við smágrjót.

Hvaðan kemur þá stóri steinninn á veginum ?  Mér skilst að hann hafi verið tekinn úr gangaraveggnum af því að hann var laus.  Átti hann þá bara eftir að hrynja ?

Ég er nær viss um að allt yrði vitlaust fyrir sunnan ef færi að koma grjót í tíma og ótíma niður úr Hvalfjarðargöngum.

Ég held satt að segja að Vegagerðin ætti að skammast til að viðurkenna það að Oddskarðsgöng séu ónýt og varasöm um að fara.


mbl.is Ekki grjót sem hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband