Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.12.2011 | 14:01
Lítið fá þau fyrir þetta
Ekki getur ríkisstjórnin reiknað með öðru en áframhaldandi tekjumissi í áfengis- og tóbakssölu því ef marka má fréttir þá eru fíkniefnasalar og smyglarar að yfirtaka þann markað með sölu á fíkniefnum, landa og smygluðu tóbaki.
Tekjuspá fjárlaga á ótraustum grunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2011 | 19:58
Er ekki komið nóg Steingrímur
Nú er farið að styttast all verulega í það að ég verði lífeyrisþegi og er þessi frétt því ekki til að gleðja mig né aðra þá sem eru á mínu reki.
Þessi velferðarríkisstjórn, ríkisstjórn sem gefur sig út fyrir að vara á þingi fyrir fólkið í landinu, litla manninn, þið munið. Þessi stjórn hefur reynst alveg hroðalega fyrir þá litlu, skattpíningar sem aldrei fyrr hafa litið dagsins ljós. Sjáið bara hvernig þessi stjórn ræðst nú eins og úlfahjörð á séreignarsparnaðinn hjá fólki, það er eitt af ljótu dæmunum.
Þegar fólk eldist þarf það oftar að leita læknis eða fara um stund inn á sjúkrahús. Þessi þjónusta er orðin svo dýr að fólk getur hreinlega ekki leitað sér aðstoðar, hefur ekki efni á þeim lyfjum sem það þarf nauðsynlega að taka o.s.f.
Vonandi hrökklast þessi stjórn frá sem fyrst, ástandið getur varla versnað hjá þeirri næstu því öll breyting sem verður héðan af hlýtur að laga hlutina.
Lífeyrissjóðir lenda í vandræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2011 | 17:22
Skammist ykkar bara
Alltaf eru Jóhanna og Steingrímur söm við sig. Nú ráðast þau á lífeyrinn, peninga sem eldri borgarar eru að fara að ná sér í til viðurværis. Nú er spurning, hvað er til ráða fyrir gamla fólkið ?
Hækka tekjuáætlun ríkisins um 1,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2011 | 03:56
Nubo-létt
Nú ætlar Nubo karlinn að fara á leigumarkaðinn. Þetta er nýjasta útspilið í leikritinu fyrir norðan. Spurningin er hvort Katrín Júl. sendi Nubo í umhverfismat eins og alt annað sem gera á á Norðurlandi. Þann leik hafa umhverfiskerlingarnar í ríkisstjórninni leikið alla vega hingað til.
Talið er að í leigusamningum læðist ákvæði þess efnis að þrír frændur Nubo létt fái verkið við að grafa Möllersgöngin undir Vaðlaheiði og við það verði þau sjálfbær og rúmlega það.
Stjórnvöld í viðræðum við Nubo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2011 | 12:19
Guðmundur og trúðarnir
Ég er bara ekki að fatta þetta samstarf Guðmundar við trúðana í Reykjavík. Á nú að breyta þinghúsinu úr leikhúsi í sirkus ?
Gríðarlegur áhugi á framboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2011 | 02:01
Ekki gefast upp, þetta lagast
Flestir sem hafa veri eitthvað smá í framhaldi í skóla hafa lesið um ýgi (mannýgur og allt það). Þar er kennt um hvort ýgið snúi inn, þ.e. að fólk skaði sjálft sig, og verðum við því að horfa á fjölgun sjálfsvíga. Þá skulum við horfa á þegar ýgi snýr út. Hvern koma þeir til með að skaða sem þannig verða stefndir þegar að þrengir. Þetta er spurning sem ég get ekki svarað en tel að niðurstaðan geti orðið alveg skelfileg.
Munum eftir harmleiknum í Noregi í haust.
752 sagt upp í hópuppsögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011 | 13:33
Það er sukkað enn og aftur
Nú er heldur betur búið að redda jólunum hjá einhverjum.
Þarna er verið að ausa peningum í þá sem eiga nóg fyrir á sama tíma og fjöldi fólks þarf að lifa á bónbjörgum yfir jólin eins og reyndar aðra daga.
Ég segi því, burt með sukkið, burt með þessa ríkisstjórn
Hækkaði stjórnarlaun um 77% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2011 | 10:10
Sniðugt á Íslandi
Já, það er margt sniðugt á Íslandi, eins og einn útlendingur sagði. Á meðan fjöldi fólks á ekki til hnífs og skeiðar eins og sagt er þá eys ríkisstjórnin peningum í allskonar óþarfa að mínu mati.
Hvað kostar hernaðarbröltið hjá okkur eins og þessi friðargæsla sem nú að að auka verulega. Nú og hvað kostar þessi loftrýmisgæsla okkur, herþoturnar sem tæta hér um loftið og gera bara hávaða.
Ég gæti svo sem talið upp ótalmargt annað sem við getum verið án og við í raun höfum ekki efni á á þessum tíma. Það grátlega er að þegar búið er að henda þessum peningum svona skuli vera hér mikill fjöldi fjölskyldna á vonarvöl og vita ekki hvernig þau eiga að halda jólin.
Ein leiðin er fyrir fólk að redda jólunum sínum er að taka út eitthvað klink út lífeyrissjóð sínum. En þá kemur helvítis Steingrímsskatturinn, 40%, og dettur þá verulega af þeirri björginni í óþarfabrölt ríkisins, sem gerir lítið til að hjálpa þessu fólki.
Þúsundir leita sér hjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2011 | 01:08
Hvað viljum við ?
Ég horfði á Sarkozy í fréttunum í gærkvöld. Þar vildi hann meiri samvinnu og samruna evruríkja og hafði það að orði að Frakkar gæfu samt ekki eftir sjálfstæði sitt. Þetta þótti mér nokkuð merkilegt.
Er stefnan hjá sambandinu að fara alveg að sjálfstæðislínunni, svo langt að lítið þarf til að fjarlægja hana og búa til eitt svæði ? Er þetta það sem við viljum fara út í núna með Jóhönnu og co.
Margar íslenskar fjölskyldur hafa flutt úr landi nú þegar og margar á leiðinni út á næstu mánuðum vegna ástandsins hér. Mér var nú að detta það í hug hvort við gætum ekki bara flutt núverandi ríkisstjórn út í stað þeirra fjölskyldna sem eiga eftir að fara að öðrum kosti. Ég vill frekar halda í þessar fjölskildur en ríkisstjórn sem vill henda okkur fyrir úlfana á evrusvæðinu.
Sarkozy: Óttinn lamar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2011 | 18:57
Norðfjarðargöng, ný dagsetning
Nú er komin ný dagsetning á Norðfjarðargöngin. Hefjast á handa einhvertíma á árunum 2015-2018. Ekki fylgir sögunni hvaða dag þau eiga að vígjast en það verður sennilegast 1 maí það árið eins og gamla loforðið var.
Svo á eitt annað eftir að koma í ljós, það er hvað sjálfbæru göng Möllers koma til með að tefja framgang mála hér fyrir austan.
Hvað verður gert þegar Oddskarðsgöngin hrynja endanlega saman og ekki einu sinni byrjað á göngunum í stað þeirra ?