Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.12.2011 | 21:08
Of heiðarlegur og fylgir stefnu gefinna loforða
Ég er að sjálfsögðu í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og tel ennþá brýnna en nokkru sinni að treysta það að flokkurinn fari eftir hugsjónum og stefnu sinni sem þingmennirnir voru kosnir til.
Þetta sagði Jón en er hann að tala frá hjartanu. Ég sé þetta sem að Jón hafi verið snúinn niður í skítinn og sagt að haldfa kjafti. Ég held líka að ríkisstjórnin sé sprungin með þessu, sem betur fer.
Það er ekki gott ef að menn sem berjast mót því að landið sé gefið ESB á vald og auðlegðir þess ekki í okkar umsjá lengur séu settir út í kuldann og sagt að halda kjafti annars....
Ég held að tímabært sé að þessi ríkisstjórn sem nú er við stjórnartaumana segi af sér og hleypi að fólki sem hefur raunhæfar framtíðarhugsjónir og framkvæmdarvilja.
Veikir stjórnarmeirihlutann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2011 | 06:37
Á að vopna lögregluna enn frekar ?
Eigum við að vopna lögregluna frekar en orðið er ? Hvernig eigum við að gera það ef svo verður ? Spurningin er um byssur og Taser rafvopn.
Þessar græjur koma sér örugglega fyrir þá lögreglumenn sem vinna úti í fámenninu, einir eða með einn með sér og langt í næstu aðstoð.
Hérna er athygliverður fréttapistill um málið.
20.12.2011 | 07:38
Ögmundur er ekki alltaf blankur
Hann Ögmundur er öfugnúinn sem fyrr þegar kemur að Norðfjarðargöngunum. Nú hendir hann skít í Möllerinn fyrir að tala máli ganganna í ríkisstjórninni, göngum sem búið er að svíkja Fjarðabyggðabúa um síðan sveitafélagið var stofnað.
Ögmundur virðist ekki skilja það að gömlu göngin í Oddskarði eru ónýt og eru að hrynja saman. Þegar það verður er enginn vegur sem getur tekið við umferð til og frá Neskaupstað. Reyndar er vegarslóði yfir Oddskarð en hann getur ekki tekið við þeim þunga sem er þarna um, getur ekki valdið þeim þungaflutningi sem er.
Ögmundur talar um fjárskort. Ekki virðist vera neinn fjárskortur hjá ríkinu þegar kemur að listamannaelítunni. Þangað er endalaust mokað peningum þegar við í raun höfum ekki efni á að skemmta okkur með þeim hætti sem ríkið vill láta okkur gera.
Ég vill því þessa ríkisstjórn burt og fá aðra sem gerir eitthvað annað við peninginn en að henda honum í skemmtanahald.
Ögmundur segir loforðapólitík Kristjáns liðna tíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2011 | 18:15
Þetta er nú meira bullið í Vegagerðinni
Vegagerðin hamast nú við að bera til baka frétt um að hrunið hafi úr Oddskarðsgöngum síðastliðinn miðvikudag og vill ekki kannast við að stórt grjót hafi fallið úr göngunum.
Samt kemur fram hjá þeim við fréttamann að hrunið hafi úr göngunum á fimm metra kafla svokallaður kargi. Sennilega eiga þeir þarna við smágrjót.
Hvaðan kemur þá stóri steinninn á veginum ? Mér skilst að hann hafi verið tekinn úr gangaraveggnum af því að hann var laus. Átti hann þá bara eftir að hrynja ?
Ég er nær viss um að allt yrði vitlaust fyrir sunnan ef færi að koma grjót í tíma og ótíma niður úr Hvalfjarðargöngum.
Ég held satt að segja að Vegagerðin ætti að skammast til að viðurkenna það að Oddskarðsgöng séu ónýt og varasöm um að fara.
Ekki grjót sem hrundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2011 | 12:58
Þarf virkilega einhver að deyja í göngunum ?
Gott er ef satt er að Kristján Möller meini það í fúlustu alvöru að styðja ný Norðfjarðargöng og að staðið verði við loforðin sviknu, sem eru orðin ansi mörg.
Þörf er á nýjum göngum strax þar sem Oddskarðsgöng eru má segja, þegar ónýt sökum hrunhættu. Það var í liðinni viku sem stærðarinnar steinn losnaði og féll niður. Giskað var á að hann væri um 300 kg. og var þetta við annað útskotið í göngunum. Vegargerðin fór inn og fjarlægði bjarg þetta án þess að loka göngunum á meðan né að setja upp merkingar um vinnu í göngunum. Ég veit ekki hvaða pukur þetta er í Vegargerðinni með þessi göng, geta þeir ekki viðurkennt að þau eru ónýt ?
Það hefur heyrst hér fyrir austan að stórir toppar innan Vegagerðarinnar séu á móti Norðfjarðargöngum. Ef það er rétt, þá er ekki nema von að svona gangi.
Styður ekki samgönguáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2011 | 14:21
Hún Jóhanna mín sagði...
Þessar tölur eru ekki réttar. Hún Jóhanna míg segir að þetta sé allt saman bull og vitleysa, þetta sé allt einn stór misskilningur.
Það er heldur ekkert atvinnuleysi hér, það er flutt út. Ég skil bara ekki hvernig það gengur upp, útflutningur á atvinnuleyri en ekki á fólki.
Ekki fleiri brottfluttir í 100 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2011 | 20:49
Hvað með Ingibjörgu ?
Það er rangt að ákæra Geir, EINANN, í þessum málum. Það hefði átt að taka Ingibjörgu Sólrúni með honum.
Það er undarlegt að ákæra einn og sleppa öðrum fyrir sömu sakir. Þau voru dúettinn sem hleyptu ekki öðrum að þegar hrunið var framundan.
Slapp Ingibjörg á því að hún er í Samfylkingunni ?
Rangt að ákæra Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2011 | 22:14
Þetta lagast
Þetta ástand lagast fljótlega. Það flytja víst sjö úr landi á dag svo þetta atvinnuleysi flyst út með þeim.
Svo er það stóra spurningin, hver verður síðasti Íslendingurinn ?
Atvinnulausum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2011 | 00:12
Eru þau alveg skilningslaus ?
Ætlar skepnuskapur ríkisstjórnarinnar engan enda að taka. Endalaust virðist hægt að ráðast að gamla fólkinu og rífa af þeim það litla viðurværi sem það hefur.
Vantar nú peninga til að borga í kvikmyndaskólann eins og verið var að lofa þeim fígúrum um daginn og það ekki neitt lítið. Kannski þarf að fjármagna enn frekar einhverja menningarelítuna enn.
Ætlar þessi ríkisstjórn ekki að skilja það að við höfum einfaldlega ekki efni á að spreða því litla fé sem við höfum í einhvað menningardót, þar verðum við að draga verulega saman.
Skerðast lífeyrisgreiðslur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2011 | 17:45
Alltaf er látið leiðinlega við Ögmund
Verður Ögmundur ekki að fara að læra að þegja, í það minnsta að ljúga. Karl greyið er heldur aðþrengdur þessa dagana. Illa er búið að láta við hann vegna Kínverjamálsins, þar sem hann að mínu mati var að gera rétt.
Nú ráðast skellinöðrustrákar á hann með offorsi og heimta af honum peninga því hann hafi verið heldur orðljótur í þeirra garð og sagt þá vonda stráka, skamm, skamm.
Á ekki að láta karlinn bara borga fjórar millur og senda hann svo í uppfærslu vinstri sinna í Kína.
Krefja Ögmund um fjórar milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)