Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.11.2011 | 15:31
Langt frá því að vera lokið
Þessum landflótta er ekki lokið, nei ó nei. Ég veit um marga sem eru að búa sig til brottfarar aðallega til Noregs.
Fjölskyldur tveggja barna minna fara til dæmis í vetur til Noregs vegna þess að skjaldborgin fræga virkar ekki fyrir þau. Þar fara alla vega sjö frá mér.
Fari svo þessi ríkisstjórn í rassgat og loki vel á eftir sér.
Tveir og hálfur árgangur fluttur burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2011 | 13:54
Hættum þessu bulli
Við eigum ekki að selja landið okkar til útlendinga, sama hvort þeir eru moldríkir eða ekki.
Þó við séum blönk í augnablikinu þá skulum við samt ekki grípa til þeirra örþrifaráða að selja það sem okkur er kærast, þ.e. fósturjörðin.
Það fer að lagast ástandið hjá okkur eftir nokkur ár og þá er ekki gott að sitja uppi með sölur á landi sem við sjáum eftir og er ekki afturkræft.
Fundin verði leið sem allir geti fellt sig við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2011 | 23:51
Nú eru til peningar
Já, var það ekki,búið að ráðstafa einum miljarði frá ríkinu í verkefni sem ekki átti að kosta ríkið krónu. Þarna er einhver skítalykt á ferðinni.
Það hefur löngum verið sagt að ekki séu til peningar til vegabóta og löngu lofaðra úrbóta í gatnakerfinu. Fólk skælist enn eftir hættulegum vegum s.s. eins og í Oddskarðsgöngum sem eru smátt og smátt að hrynja. Það fer kannski um einhvern þegar slys verður þar inni vegna hruns.
1 milljarður vegna Vaðlaheiðarganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2011 | 18:17
Svínaríið í gangnagerð
Nú skulu enn ein göngin tekin fram fyrir Norðfjarðargöngin sem löngu var búið að lofa og vígja áttu 1 maí 2011.
Tvenn göng hafa nú verið tekin fram yfir, fyrir vestan og Héðinsfjarðargöngin.
Þetta bull með að Vaðlaheiðargöngin eigi að vera sjálfbær með vegatollum er fásinna. Vetrarumferðin er aðeins 20% af umferðinni sem væntanlega fara um þau. Umferð á sumrin verður sennilegast að mestu yfir Víkurskarð þar sem leiðin styttist ekki það mikið að það borgi sig að aka göngin þegar annað er í boði.
Því er hætt við að ríkið sitji uppi með reikninginn þrátt fyrir fögur fyrirheit um sjálfbærni.´
Þetta vita pólitíkusarnir reyndar vel og held ég því fram að þetta sé bara sjónarspil til að ná Vaðlaheiðargöngum fram fyrir Norðfjarðargöng.
Svo má andskotinn vita hvort ekki verður orðið nauðsynlegt að setja göng einhverstaðar annarstaðar en til Norðfjarðar þegar Vaðlaheiðargöngum lýkur.
Hefjast handa eftir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.11.2011 | 21:24
Já, það reddast
Stýrið fór af Ölmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2011 | 19:43
Þetta lagast
Þetta er ágætt, kerlingar að stela í búðum, er það eitthvað nýtt ?
Jú að þessu sinni voru þær heldur stórtækar og erlendar að auki. Hvað á að gera við útlendinga sem brjóta af sér á Íslandi ?
Þetta á eftir að breytast mikið til batnaðar á næstunni þegar niðurskurður til lögreglunnar hefur endanlega náð hámarki og þeir kappar geta aðeins sinnt brýnustu málum sem upp koma.
Þriðja konan handtekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2011 | 21:28
Samið við fiðlarana
Ekki stóð nú mikið á samningi við fiðlusargara og spangólara.
Hvar eru samningarnir við þá 15 sem eru á rannsóknarskipunum okkar ?
Er ekki þjóðhagslega hagkvæmara að koma rannsóknarskipunum út en spila á fiðlu og píanó ?
Verkfalli Sinfó frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2011 | 19:22
Lögreglan stendur sig vel, verður framhald á ?
Enn eitt stórmálið sem lögreglan upplýsir. Verður framhald á ?
Þetta er stór spurning þegar við horfum á niðurskurðinn til löggæslu og á þau lélegu laun sem lögreglumenn hafa.
Nú eru horfur á að reyndir lögreglumenn fari að kveðja starfið og hverfa í önnur störf sem betur eru launuð.
Umfangsmikið fíkniefnamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2011 | 23:29
Er hún sá foringi sem við höfum beðið eftir ?
Er Lilja Mósesdóttir sá foringi sem þjóðin bíður eftir ?
Lilja vill gera gott fyrir litla manninn, eins og flestir lýsa yfir fyrir kosningar. Það er bara hvað henni er mikil alvara.
Lilja hefur verið frekar treg í taumi hjá VG og kosið að fara aðrar leiðir en forustan hefur skikkað þingmenn sína til að fara. Kanski hún sé bara sá foringi sem alþýðan hefur verið að bíða eftir.
Vill lýðræði í atvinnulífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2011 | 12:58
Eiga sjúklingarnir að leggjast niður og drepast
Þessi ótrúlega ríkisstjórn velferðar og vinstri stefnu ætlar ekki að gera það endasleppt núna. Fyrst sauma þeir að heilbrigðiskerfinu í smærri sveitarfélögum á Norður- og Austurlandi og segja, sendum sjúklingana til Akureyrar.
Nú sauma þeir að sjúkrahúsinu á Akureyri svo heiftarlega að loka verður deildum og draga úr starfsemi þeirra deilda sem eftir standa. Segja verður upp fólki í stórum stíl.
Hvað á að gera við það fólk sem veikist á þessu landssvæði á næstunni. Á það að fara til Reykjavíkur, er ekki verið að skera niður þar líka.
Ég veit sjálfur hvað er að bíða vegna niðurskurðar. Ég bíð nefnilega enn eftir þjónustunni sem ætti að vera hröð og sjálfsögð
Niðurskurðurinn 169 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |