Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.11.2008 | 11:31
Útvarpið okkar allra
Skorið verður niður um 550 til 600 milljónir króna í rekstri Ríkisútvarpsins vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp störfum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Þetta er það sem landinn fær í andlitið núna. Á ekki bara að leggja niður útvarp allra landsmanna svo einkageirinn komist betur að.
Boðað til starfsmannafundar hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 00:13
Er verið að hóta
Mun stórskaða viðskiptalífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2008 | 15:44
Strippað á Lækjartorgi
Hvað er gert við Íslending sem mætir opinberlega fram, úti á götu einungis á brókinni. Jú hann er þegar tekin úr umferð og fær væna sekt fyrir ósiðsemi. Hvað með þessar dömur, vissulega eru þær flottar að sjá þó ég sé á móti málstaðnum, einum of öfgakenndur fyrir mig.
Fyrir mörgum árum kom hér japanskur listamaður og var með gjörning á Lækjartorgi. Hann var nakinn að öðru leiti en að hann var með sárabindi um sprellann á sér, þetta þótti í lagi.
Hvað ætli margir Íslendingar hafa fengið sektir fyrir að bera sig í miðbænum á milli þessara tveggja viðburða.
Í eigin skinni á Lækjartorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 16:33
Að henda manni út í skuldafenið
Þetta er glapræði, að fá fólk til að taka jólin á raðgreiðslu. Það er eins og fá klapp á bakið og henda manni út í skuldafenið, á bóla kaf
Vonandi fer fólk ekki út í þessa vitleysu þar sem endurgreiða þarf en margir gleyma því.
Ég held að fólk ætti að halda að sér höndum þar sem dylgjur eru hjá ráðamönnum um að ástandið eigi eftir að versna verulega eftir áramót.
Hagkaup býður jólalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2008 | 11:34
Joseph Fritzl Bretlandseyja
Þetta er nú meiri andskotans pervertinn. Hvað fær föður til að riðlast á barnungum dætrum sínum og halda því áfram árum saman. Ekki nóg með það heldur marg barna þær líka, 19 sinnum.
Það sem ég hefði viljað gera við svona mann er ekki prenthæft.
Og svo voru allir að kafna yfir Joseph Fritzl sem var engu betri.
Verða þeir fleiri sem eiga eftir að koma fram
Barnaði dætur sínar nítján sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 23:25
Kynlíf og súkkulaðikaka
Hverslags prédikun er nú þetta. Kynlíf í viku og hvað svo, allt búið eða hvað. Svo þeir sem ekki eiga maka, eiga bara að fá sér súkkulaðiköku.
Stundið meira kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.11.2008 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 16:39
Hvað kosta mannslíf
Hvað verður mörgum mannslífum fórnað áður en rekstri verður komið í viðunnandi horf.
Er ekki fólk að gefa nær alla sína vinnu þarna, ég held það. Það er ekki ásættanlegt ef það þarf að sjá um allan rekstur líka.
Í raun eru slysavarnarfélögin frekar ódýr hér, það er nefnilega ekki tekið neitt fyrir að bjarga fólki eins og tíðkast víða annarstaðar
Svona, opnið bara budduna og reiðið fram þessar 45 millur
Gæti þurft að leggja skipunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 20:55
Að klæða Jón í bleikt
Ég vill ekki sjá Jón Sigurðsson settan á stall með þessu liði. Að klæð hann í bleikt er svolítið per......
Ekki vanvirða okkar heilaga í mótmælum.
Þið vitið hverju þið eigið að mótmæla, ekki láta það bitna á frelsistáknum okkar, nýtið þau heldur í baráttunni án saurgunar og sóðaskapar.
Þjóðfáninn, Alþingishúsið og Jón Sigurðsson
Neyðarstjórn kvenna klæddi Jón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 21:44
Eðlileg viðbrögð sonar
Naser Khader hafði fullan rétt á að bregðast svona við. Svona lætur enginn sonur tala um móður sína, það er bara svo.
Hvað varðar skrípamyndirnar gegnir öðru mál. Þar fara þessir kappar offari, það væri búið að hengja margann hér á vesturlöndum ef ekki mætti gera grín eða skopast að ýmsu í Biblíunni.
Það sem lengst hefur gengið hér er að Spaugstofan fær ekki að hafa jóla- og páskaþátt vegna viðkvæmra presta.
Hótaði manni sem móðgaði móður hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 23:48
Það er betra að vera kóngur í litlu koti...
Ég held að það sé ekki rétt að rugla saman hvort fólk vill kanna aðild eða verða þátttakendur. Þetta tvennt er gjörólíkt og á ekki að blanda saman.
Búið er að rugla í fólki undanfarið um könnunarviðræðum og rétt sé að skoða dæmið um kosti og galla. Þetta held ég að sé það sem fólk sé að kjósa með en ekki ákveðið um að það vilji ganga í sambandið.
Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað það gerir okkur að ganga í sambandið, það er eins og að gefa eftir sjálfstæði okkar að minnsta kosti um 80%, viljum við það, ég held ekki.
Hvað verður um auðlindir okkar þegar þeim verður stjórnað annarstaðar frá, eigum við að gefa þær bara sí svona vegna stundar vandræða, ég held ekki.
Það er betra að vera kóngur í litlu koti en þjónn í stóru húsi.
Meirihluti styður ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |