Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Danskurinn altaf samur við sig

Mosi

Ég skil ekki af hverju Danir vilja ekki kaupa af okkur gömlu bílana sem hafa reynst okkur svo vel.  Þeir segja ýmist að við séum að bjóða þeim jeppa eða annarskonar bíla sem ekki henta í Danmörku.

Þeir segja líka að ef við lækkum verð þá séu þeir til viðtals.

Spurningin er, ef við lækkum verð, henta bílarnir þá eitthvað betur í Danmörku ?


mbl.is Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka ekki mark á mótmælum

Erum við bara að rausa og tuða þegar við erum a mótmæla.  Árni, M. Mathiesen segir eins og aðrir ráðamenn að almenningur eigi rétt á að mótmæla.  Hvað heldur þetta lið að það sé, stendur það bara á bak við gluggatjöldin glottandi eða hlæjandi á meðan við stöndum úti í kuldanum við að mótmæla.

Það virðist ekki taka nærri sér þó fólk sé að tala sig blátt í framan á mótmælafundum.  Þarf kannski að fara að skipta um gír, er það það sem ráðamenn bíða eftir.


mbl.is Þarf að stilla mótmælum í hóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa ekki kjark

Þessi afstaða kjararáðs var vituð fyrir þjóðarfundinn.  Ekki virðist hafa verið kjarkur til að segja frá niðurstöðu þessari þá heldur beðið fram yfir fund til að ná einhverri reddingu fyrir næsta laugardag þegar fundurinn verður á Austurvelli.
mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skökk á flótta frá slysstað

Olvun-fikniefni

Það verður að segjast eins og er, þetta er ólíðandi andskoti þegar vitað er um drukkið og útúrskakkt fólk í umferðinni akandi um eins og vitleysingar.

Hvernig líður fólki sem veit af því að einhver er fullur eða skakkur undir stýri á bíl  og veldur svo slysi, er ekki betra að láta vita svo hægt verði að koma í veg fyrir aksturinn.

Þetta par sem er valdið að slysinu sem greinir frá hér reyndi flótta frá slysstað sem er enn einn glæpurinn þar sem fólkið í hinum bílnum virðist hafa slasast og hefur sennilega þurft einhverja fyrstu hjálp.

Ég segi því, við eigum ekki að líða ölvunar- eða fíkniefnaakstur.  Komum í veg fyrir þvílíkt ef kostur er.


mbl.is Flúðu frá slysstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða læti, maður spyr sig ?

Sjukrabill H S

Mér sýnist á öllu að mikill pirringur verði í mannskapnum á morgun þegar þjóðarfundurinn verður á Arnarhóli.

Ég held að fjölmenni verði þarna og æsingur vegna svikinna loforða um frystingu lána og að setja þau í bið.

Lofað hefur verið aðgerðum til að ekki verði gengið að fólki fram á mitt næsta ár og sjá þá til en hvað er að ske.  Samkvæmt fréttum í morgun á að selja tæplega 1000 bíla á uppboði í næstu viku og það aðeins á Höfuðborgarsvæðinu.

Þegar farið er að taka eignir af fólki verður það enn verra viðureignar þar sem það er eðli mannsins að verja sitt.

Ég held því að það sé betra að hafa sjúkrabílana ásamt sjúkraliðum klárt fyrir fundinn ef uppákoman framan við lögreglustöðina á eftir að endurtaka sig. 

 


mbl.is Mótmælaganga niður Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum að sjónvarpað sé frá mótmælunum

Ég er ekki sáttur með að ekki var sjónvarpað frá mótmælafundinum á Austurvelli.  Sjónvarp allra landsmanna, það sem rukkar öll heimili um afnotagjöld hefur ekki sinnt þessu frekar en fyrri daginn.

Stöð 2 hefur verið með útsendingar en voru ekki í dag.  Hvað veldur veit ég ekki en þetta er frekar ódýrt sjónvarpsefni svo því er ekki um að kenna.

Vonandi sér önnur hvor stöðin sér fært að sýna frá 1 desember fundinum á Arnarhól næstkomandi mánudag.


mbl.is Áttundi mótmælendafundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun eftir hryðjuverkalög

Eftir að flokkur Browns fékk vítamínssprautu eftir að hryðjuverkalögunum var beitt á Íslendinga og fólk fór að átta sig á vitleysunni hefur hallað undan hjá karl uglunni og segi ég enn og aftur, farðu í rassgat Mr. Brown
mbl.is Hallar undir stjórn Browns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona neyðarlegt við að kaupa smokk

Smokkur S

Hvað er svona neyðarlegt við að kaupa smokk í matvöruverslunum.  Ekki stendur á kröfum um að fá áfengi til sölu í þeim, eru minni vandræði við kassann ef menn eru að kaupa pulsupakka og tvo bjórkassa.

Ég hefði talið að gott væri að setja upp sjálfsala á öllum almenningsalernum (líka hjá konum) svo að þeir feimnu geti reddað sér. 


mbl.is Neyðarlegt að kaupa smokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Árvakur til sölu

Getur Jón Ásgeir ekki farið ofan í rassvasann, er hann ekki að kaupa alla fjölmiðla á Íslandi ?
mbl.is Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er skömm að þessu

Þessar einkareknu stöðvar vissu að hverju þær gengu þegar þær komu á markað.  Nú á að fara að bola RUV út í horn fyrir þessar stöðvar og er það miður.  Við eigum að hlúa að okkar miðli enn frekar en að kroppa af honum.

Var ekki verið að kvarta um það um daginn að flestir fjölmiðlar væru komnir í hendur eins manns, á hann eitthvað inni hjá ríkinu sá.

Það er skömm að þessu ráðamenn.


mbl.is RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband