Færsluflokkur: Fjármál
30.12.2011 | 03:51
Frábært framtak SVN
Það er heldur betur flott framtakið hjá SVN að styrkja björgunarsveitina í Neskaupstað með 2,5 millum. Þessi styrkur kemur í kjölfarið á fárviðri því sem gekk yfir í Neskaupstað á aðfangadagskvöld.
Fram kemur í fréttinni að húsnæði og bátur björgunarsveitarinnar hafi orðið fyrir umtalsverðu tjóni í óveðrinu og að sennilega bættu tryggingar ekki nema hluta tjónsins. Þetta er alveg með ólíkindum ef svo er. Tryggingar eiga að mínu mati að bæta tjón þeirra að fullu og veita þeim fjárstyrk að auki fyrir frækilega framgöngu á aðfangadag. Björgunarsveitin kom í veg fyrir að flutningaskip og frystitogari rækju upp í grjótgarð þegar þau voru að slitna frá bryggjunni og löfðu þar við á lyginni einni saman.
Það má því með sanni segja að fólkið í björgunarsveitinni hafi sparað tryggingunum tugi ef ekki hundruð miljóna í bótagreiðslur.
Hvernig er það, eiga björgunaraðilar skipa ekki að fá greiðslur miðað við andvirði skipa þeirra sem þeir bjarga frá stórskaða ?
Vonandi taka svo önnur fyrirtæki SVN til fyrirmyndar og láti eitthvað af hendi rakna, það munar um allt.
Síldarvinnslan styrkir Gerpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011 | 10:10
Sniðugt á Íslandi
Já, það er margt sniðugt á Íslandi, eins og einn útlendingur sagði. Á meðan fjöldi fólks á ekki til hnífs og skeiðar eins og sagt er þá eys ríkisstjórnin peningum í allskonar óþarfa að mínu mati.
Hvað kostar hernaðarbröltið hjá okkur eins og þessi friðargæsla sem nú að að auka verulega. Nú og hvað kostar þessi loftrýmisgæsla okkur, herþoturnar sem tæta hér um loftið og gera bara hávaða.
Ég gæti svo sem talið upp ótalmargt annað sem við getum verið án og við í raun höfum ekki efni á á þessum tíma. Það grátlega er að þegar búið er að henda þessum peningum svona skuli vera hér mikill fjöldi fjölskyldna á vonarvöl og vita ekki hvernig þau eiga að halda jólin.
Ein leiðin er fyrir fólk að redda jólunum sínum er að taka út eitthvað klink út lífeyrissjóð sínum. En þá kemur helvítis Steingrímsskatturinn, 40%, og dettur þá verulega af þeirri björginni í óþarfabrölt ríkisins, sem gerir lítið til að hjálpa þessu fólki.
Þúsundir leita sér hjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2011 | 14:53
Með dollaramerki í augunum
Mikið skelfing er ég ánægður með að landið skuli ekki selt útlendingum, við eigum að eiga landið sjálf. Salan á Grímstöðum hefði aðeins verið upphafið að sölu jarða til útlendinga og hefðu þá flestar stórjarðir horfið undir þá.
Eins og flestir vita ná stórjarðirnar flestar langt inn á hálendið eins og jörðin Brú á Jökuldal. Hún hefði kannski orðið næst og þá hefði farið land allt að Vatnajökli í Norðri.
Norðlendingar verða bara að bíta í það súra, einu sinni enn, þar sem stóriðjan var nú tekin frá þeim vegna umhverfiskerlinga á þinginu okkar góða. Megi þær detta út í næstu kosningum.
Jarðeigendur verða því enn um sinn að vera án dollaramerkja í augunum. Svo er kannski ekki eins mikil þörf á Vaðlaheiðagöngum að sinni
Landeigendur harma niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2011 | 14:12
Sleginn nýr tónn
Mér líst bara nokkuð vel á þennan nýja tón sem Sjálfstæðisflokkurinn er að koma með fram og er hann meira í átt að skjaldborg þeirri sem Jóhanna og Steingrímur boðuðu en stóðu ekki við.
Vonandi stendur flokkurinn við fyrirheitin ef hann kemst að í stjórn næst.
Fjármál heimilanna forgangsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.11.2011 | 15:51
Hvaða þjóðflokki tilheyrir þú
Það eru tvær þjóðir í þessu landi, það leynir sér ekki ef málið er skoðað aðeins.
Fólk virðist geta keypt sér dýrar vörur í stórum stíl þó allt eigi að vera hér í kalda koli. Hverjir eru það sem hafa efni á úrum á verðbilinu 400 þúsund til 1,5 miljón. Svo eru fréttirnar þær að sala lúxusbíla sé farin að glæðast aftur, húsfyllir trekk í trekk í Hörpunni þar sem miðinn kostar ekkert lítið og skemmtistaðir eru sko ekki tómir í dag, nei ó nei.
Svo er það hin hliðin. 700 fjölskyldur á Suðurnesjum þurfa aðstoð Fjölskylduhjálpar og er reiknað með að þær verði orðnar 1000 fyrir jól. Þá eru víst 6000 fjölskyldur í svipuðum kröggum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa komið fram tölur annarstaðar frá á landinu.
Já, það eru tvær þjóðir í landinu.
Rolex-úrin rjúka út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2011 | 23:51
Nú eru til peningar
Já, var það ekki,búið að ráðstafa einum miljarði frá ríkinu í verkefni sem ekki átti að kosta ríkið krónu. Þarna er einhver skítalykt á ferðinni.
Það hefur löngum verið sagt að ekki séu til peningar til vegabóta og löngu lofaðra úrbóta í gatnakerfinu. Fólk skælist enn eftir hættulegum vegum s.s. eins og í Oddskarðsgöngum sem eru smátt og smátt að hrynja. Það fer kannski um einhvern þegar slys verður þar inni vegna hruns.
1 milljarður vegna Vaðlaheiðarganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2011 | 21:28
Samið við fiðlarana
Ekki stóð nú mikið á samningi við fiðlusargara og spangólara.
Hvar eru samningarnir við þá 15 sem eru á rannsóknarskipunum okkar ?
Er ekki þjóðhagslega hagkvæmara að koma rannsóknarskipunum út en spila á fiðlu og píanó ?
Verkfalli Sinfó frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.10.2011 | 05:58
Þetta er ljótt ástand
Það er ljótt að heyra að Fjölskylduhjálp Íslands sé orðin peningalaus.
Það er löngu vitað um auðæfi nokkurra fjölskyldna á Íslandi. Það væri nú ekki úr vegi fyrir þær að vera svolítið rausnarlegar núna og gefa MIKIÐ svona fyrir jólin.
Það held ég nú.
Vísa frá fjölskyldum vegna fjárskorts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2011 | 23:10
Álinu rústað
Nú er enn eitt klúður ríkisstjórnarinnar orðið að veruleika með því að gera Alcoa það ókleyft að reisa álverksmiðju á Bakka. Það sjá nú allir sem hafa augun opin á annað borð að það er bara leikrit sem sett var í gang þegar umhverfiskerlingarnar í stjórninni höfðu þvælt málin og enginn vissi hvernig ætti að bakka. Þá varð til leikritið Ekki hægt að skaffa rafmagn nema á nokkrar ljóskaperur.
Nú á bara eftir að slátra Helguvíkurdæminu. Kannski koma þeir með leikritið sitt að norðan og sýna sunnlendingum það
Alcoa hættir við Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2011 | 21:53
Þetta lýst mér vel á
Nú er ég ánægður, mótmæli nær vikulega framan við þinghúsið og Hörður Torfa kominn aftur. Nú verður vonandi alvöru þrýstingur á stjórnvöld.
Við megum ekki gleyma þeim stóra niðurskurði sem hefur dunið á okkur undanfarið nær eingöngu til að rétta hlut peningavaldsins, sem kom okkur í þau vandræði sem við erum í í dag.
Burt með Jóhönnu og Steingrím
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)