10.5.2009 | 02:06
Íslenskir glæpamenn í suður-Ameríku
Grunur leikur á að Íslendingur reki skipulagða glæpastarfsemi í Brasilíu. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, segir enga tilviljun að Íslendingar hafi ítrekað verið gómaðir þar með kókaín.
Það er því augljóst að þeir sem eru að smygla þarna í suður-ameríku vita vel að hverju þeir ganga ef þeir eru gómaðir.
Það er því nokkuð ódýrt að tala heim og kalla, mamma, mamma, ég er ekki glæpamaður, þetta var alveg óvart.
Hvað hefði orðið um neytendur 6 kílóa af Cocaini hér heima. Þetta hefði orðið um 55-60 kíló á götunni svo það er ekki verið að tala um neitt smáræði.
Hvaða vorkun hefðu fjölskyldur sem splundrast hefðu fengið hjá almenningi vegna þessa. Ég held enga.
Af hverju eru þá fréttamenn sífellt að setja upp ákall eftir vorkunsemi fyrir smyglarann sem hefði með farmferði sínu skapað' mörgum fjölskyldum hörmungum og jafnvel splundrað þeim.
Ja for fanede.
Þeir sem eru tilbúnir til að standa í svona nokkru og valda ómældri óhamingju margra mega mín vegna rottna í þriðja-heims fangelsum.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Löggæsla, Menntun og skóli, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 02:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.