16.12.2008 | 10:26
Srumparnir
Jæja, þá eru þeir aftur mættir, Strumparnir, til að haga sér eins og fífl fyrir framan Ráðherrabústaðinn.
Flestir eru jú ágætir en innan um eru einhverjir nokkrir sem eru þarna til að ná sér í fjör og ekkert annað, slæmt að hafa þá með.
Hávær mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 13:50
Gengið að eigum manna
Er þetta það sem framundan er. Ganga að fólki af fullum þunga, prútta niður eigurnar, nánast niður í ekki neitt og skilja það svo eftir, ekki á brókinni heldur brókarlaust.
Vörubílstjórar fóru á fund Halldórs Jörgenssonar forstjóra Lýsingar í morgun vegna innheimtuaðferða þeirra.
Halldór segir Lýsingu ekki geta gert neitt annað miðað við þær verkslagsreglur sem unnið er eftir. Jafnt verði yfir alla að ganga.
Ekki líst mér á ástandið ef framhaldið verður svona hjá lánadrottnum. Hvar eru loforð ríkisstjórnar um frystingu lána og að ekki verði gengið að fólki fyrr en um mitt næsta ár í fyrsta lagi.
Kröfur frá Deutsche Bank | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2008 | 23:46
Hann er bara að bulla núna
Össuri er gjarnt að vera svolítið yfirlýsingaglaður og segja það sem hann heldur að almenningur vilji hlusta á. Hann blaðrar þar til Ingibjörg kippir í spottann en þá þagnar hann.
Þegar Ingibjörg hefur tekið hann á teppið étur hann alla vitleysuna ofan í sig að vanda.
Bókunin frá Össuri komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2008 | 20:00
Hvað reykir Obama
Það er ekki algengt að skrifað sé um reykingar þjóðhöfðingja. Það er þá helst að það sé skrifað um reykingar Danadrottningar. Nú hefur Barack Obama bæst í hópinn.
Ætli karlinn reyki Camel eins og ég.
Obama lofar að reykja ekki í Hvíta húsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.12.2008 | 08:57
Danskurinn altaf samur við sig
Ég skil ekki af hverju Danir vilja ekki kaupa af okkur gömlu bílana sem hafa reynst okkur svo vel. Þeir segja ýmist að við séum að bjóða þeim jeppa eða annarskonar bíla sem ekki henta í Danmörku.
Þeir segja líka að ef við lækkum verð þá séu þeir til viðtals.
Spurningin er, ef við lækkum verð, henta bílarnir þá eitthvað betur í Danmörku ?
Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 13:38
Taka ekki mark á mótmælum
Erum við bara að rausa og tuða þegar við erum a mótmæla. Árni, M. Mathiesen segir eins og aðrir ráðamenn að almenningur eigi rétt á að mótmæla. Hvað heldur þetta lið að það sé, stendur það bara á bak við gluggatjöldin glottandi eða hlæjandi á meðan við stöndum úti í kuldanum við að mótmæla.
Það virðist ekki taka nærri sér þó fólk sé að tala sig blátt í framan á mótmælafundum. Þarf kannski að fara að skipta um gír, er það það sem ráðamenn bíða eftir.
Þarf að stilla mótmælum í hóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 12:03
Hafa ekki kjark
Kjararáð getur ekki lækkað launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 05:32
Skökk á flótta frá slysstað
Það verður að segjast eins og er, þetta er ólíðandi andskoti þegar vitað er um drukkið og útúrskakkt fólk í umferðinni akandi um eins og vitleysingar.
Hvernig líður fólki sem veit af því að einhver er fullur eða skakkur undir stýri á bíl og veldur svo slysi, er ekki betra að láta vita svo hægt verði að koma í veg fyrir aksturinn.
Þetta par sem er valdið að slysinu sem greinir frá hér reyndi flótta frá slysstað sem er enn einn glæpurinn þar sem fólkið í hinum bílnum virðist hafa slasast og hefur sennilega þurft einhverja fyrstu hjálp.
Ég segi því, við eigum ekki að líða ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Komum í veg fyrir þvílíkt ef kostur er.
Flúðu frá slysstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 16:11
Verða læti, maður spyr sig ?
Mér sýnist á öllu að mikill pirringur verði í mannskapnum á morgun þegar þjóðarfundurinn verður á Arnarhóli.
Ég held að fjölmenni verði þarna og æsingur vegna svikinna loforða um frystingu lána og að setja þau í bið.
Lofað hefur verið aðgerðum til að ekki verði gengið að fólki fram á mitt næsta ár og sjá þá til en hvað er að ske. Samkvæmt fréttum í morgun á að selja tæplega 1000 bíla á uppboði í næstu viku og það aðeins á Höfuðborgarsvæðinu.
Þegar farið er að taka eignir af fólki verður það enn verra viðureignar þar sem það er eðli mannsins að verja sitt.
Ég held því að það sé betra að hafa sjúkrabílana ásamt sjúkraliðum klárt fyrir fundinn ef uppákoman framan við lögreglustöðina á eftir að endurtaka sig.
Mótmælaganga niður Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2008 | 16:48
Við viljum að sjónvarpað sé frá mótmælunum
Ég er ekki sáttur með að ekki var sjónvarpað frá mótmælafundinum á Austurvelli. Sjónvarp allra landsmanna, það sem rukkar öll heimili um afnotagjöld hefur ekki sinnt þessu frekar en fyrri daginn.
Stöð 2 hefur verið með útsendingar en voru ekki í dag. Hvað veldur veit ég ekki en þetta er frekar ódýrt sjónvarpsefni svo því er ekki um að kenna.
Vonandi sér önnur hvor stöðin sér fært að sýna frá 1 desember fundinum á Arnarhól næstkomandi mánudag.
Áttundi mótmælendafundurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)