Færsluflokkur: Vefurinn
31.1.2012 | 00:39
Velkomnir Kínverjar
Ég er ánægður með þessa frétt og þann boðskap sem hún flytur. Það er hið besta mál að eiga viðskipti við Kína og tel að það verði okkur einungis til góðs.
Ég er samt ekki á því að selja þeim land í stórum stíl eins og til stóð með Grímsstaði. Þeir hefðu þá kannski keypt Brú á Jökuldal næst og þá verið komnir með landsvæði frá sjó í norðri að Vatnajökli og þar með stórann hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs í hendurnar. Ekki viljum við það ?
Við getum kannski fengið Kínverja til að bora fyrir okkur í gegn um nokkur fjöll fyrir lítið, þeir eiga örugglega græjur til þess. Samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu gætu þeir aðstoðað okkur með spítalamálin, sem eru í algjöru messi.
Ég segi því, velkomnir Kínverjar svo lengi sem þið reynið ekki að taka frá okkur landið.
Kínverjar vilja nálgast Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.12.2011 | 21:08
Of heiðarlegur og fylgir stefnu gefinna loforða
Ég er að sjálfsögðu í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og tel ennþá brýnna en nokkru sinni að treysta það að flokkurinn fari eftir hugsjónum og stefnu sinni sem þingmennirnir voru kosnir til.
Þetta sagði Jón en er hann að tala frá hjartanu. Ég sé þetta sem að Jón hafi verið snúinn niður í skítinn og sagt að haldfa kjafti. Ég held líka að ríkisstjórnin sé sprungin með þessu, sem betur fer.
Það er ekki gott ef að menn sem berjast mót því að landið sé gefið ESB á vald og auðlegðir þess ekki í okkar umsjá lengur séu settir út í kuldann og sagt að halda kjafti annars....
Ég held að tímabært sé að þessi ríkisstjórn sem nú er við stjórnartaumana segi af sér og hleypi að fólki sem hefur raunhæfar framtíðarhugsjónir og framkvæmdarvilja.
Veikir stjórnarmeirihlutann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2011 | 16:44
Þá vitum við það
Nú vitum við hver verður næsti forsætisráðherra og óska ég Bjarna til hamingju.
Vonandi heldur hann umhverfiskerlingunum í lágmarki í stjórn sinni, þær gera hvort eð er ekkert annað en standa í vegi fyrir framþróun og hugsa bara um hvað Geiri á Gullputtanum sé vondur maður.
Óendanlega þakklátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2010 | 18:01
Brjálað stuð á blogginu hjá Vísi.is
Það er frekar fjörlítið á bloggsíðu Vísir.is þessa dagana, allt í skralli og engar nýjar færslur. Það er með ólíkindum að ekki skuli koma neitt um það hvað sé að eða hvað ástandið verður lengi svona.
Ég sé líka að allt er eins og var hér á þessu bloggsvæði þar sem reynt er að lyfta huliðshjálminum af þeim nafnlausu. Það er víst gert fyrir þá sem eru hræddir við launsátur, eru huglausir og saka þá nafnlausu um skort á kjarki til að koma fram.
Það geta legið ýmsar ástæður fyrir því að fólk vill blogga nafnlaust. Því miður verður það að viðurkennast að margir hafa misnotað bloggið undir nafnleynd og verðum við hin að taka afleiðingum þess, en svona er þetta bara.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 02:06
Íslenskir glæpamenn í suður-Ameríku
Grunur leikur á að Íslendingur reki skipulagða glæpastarfsemi í Brasilíu. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, segir enga tilviljun að Íslendingar hafi ítrekað verið gómaðir þar með kókaín.
Það er því augljóst að þeir sem eru að smygla þarna í suður-ameríku vita vel að hverju þeir ganga ef þeir eru gómaðir.
Það er því nokkuð ódýrt að tala heim og kalla, mamma, mamma, ég er ekki glæpamaður, þetta var alveg óvart.
Hvað hefði orðið um neytendur 6 kílóa af Cocaini hér heima. Þetta hefði orðið um 55-60 kíló á götunni svo það er ekki verið að tala um neitt smáræði.
Hvaða vorkun hefðu fjölskyldur sem splundrast hefðu fengið hjá almenningi vegna þessa. Ég held enga.
Af hverju eru þá fréttamenn sífellt að setja upp ákall eftir vorkunsemi fyrir smyglarann sem hefði með farmferði sínu skapað' mörgum fjölskyldum hörmungum og jafnvel splundrað þeim.
Ja for fanede.
Þeir sem eru tilbúnir til að standa í svona nokkru og valda ómældri óhamingju margra mega mín vegna rottna í þriðja-heims fangelsum.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 13:58
Jólasveinar enn á ferð
Fimm jólasveinar brutust um helgina inn í Sláturhúsið á Hellu og stálu þaðan samtals 670 kílóum af kjötvörum.
Jólarnir voru á tveimur bílum. Selfosslögreglan stöðvaði bílana rétt austan við Selfoss og fann þýfið.
Þá voru jólasveinarnir beggja bílanna undir áhrifum fíkniefna.
Þetta er fjórða innbrotið í sláturhúsið frá því í ágúst s.l. og leikur grunur á að sömu jólasveina kunni að hafa verið að verki í öll skiptin. Lögreglan á Hvolsvelli sér um rannsókn málsins.
Það er þokkalegt að vera út úr skakkur við að stela sér til matar.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2008 | 20:33
Að koma nakinn fram
Nú er svo komið á blogginu að maður verður að koma nakinn fram ef maður ætlar að fréttablogga Þetta finnst mér miður.
Ég blogga nú ekki mikið hérna en það verur sennilega lítið sem ekkert eftir breytinguna 1 jan.
Mér er alveg sama hvað þeir gera, þeir skulu aldrei komast að því að ég heiti Túrilla Joensen
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2008 | 11:47
Drykkjuskapur um jólin
Það er algengara en tárum taki hve margar fjölskyldur eru ofurseldar Bakkusi konungi um jólin. Það er þó nokkuð mikið um útköll lögreglu og félagsmálayfirvalda vegna þessa og er það til skammar. Hvernig líf er það fyrir börnin að horfa á foreldra sína um jól, dauða drukkin og í hasar út af einhverjum málum sem ekki á að gera upp fyrir framan þau.
Þar sem erfiðleikarnir í þjóðfélaginu nú koma kannski illa niður á svona fjölskyldum má búast við sprengingu í útköllum um þessi jól því miður. Því ættu sem flestir að láta tappann vera í flöskunni yfir hátíðarnar og hugsa frekar um börnin sín.
Aukinn vandi kvenna sem fela drykkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 10:26
Srumparnir
Jæja, þá eru þeir aftur mættir, Strumparnir, til að haga sér eins og fífl fyrir framan Ráðherrabústaðinn.
Flestir eru jú ágætir en innan um eru einhverjir nokkrir sem eru þarna til að ná sér í fjör og ekkert annað, slæmt að hafa þá með.
Hávær mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2008 | 13:50
Gengið að eigum manna
Er þetta það sem framundan er. Ganga að fólki af fullum þunga, prútta niður eigurnar, nánast niður í ekki neitt og skilja það svo eftir, ekki á brókinni heldur brókarlaust.
Vörubílstjórar fóru á fund Halldórs Jörgenssonar forstjóra Lýsingar í morgun vegna innheimtuaðferða þeirra.
Halldór segir Lýsingu ekki geta gert neitt annað miðað við þær verkslagsreglur sem unnið er eftir. Jafnt verði yfir alla að ganga.
Ekki líst mér á ástandið ef framhaldið verður svona hjá lánadrottnum. Hvar eru loforð ríkisstjórnar um frystingu lána og að ekki verði gengið að fólki fyrr en um mitt næsta ár í fyrsta lagi.
Kröfur frá Deutsche Bank | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)