Færsluflokkur: Dægurmál

Kynjakvótinn skal blífa

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, mun fá ráðuneyti er hún snýr til baka úr fæðingarorlofi.

Já, það þarf víst að uppfylla kynjakvótann segja þeir, varðandi æðstu fulltrúa ríkisstjórnar.  Spurningin er, hvar eigum við að setja forsætisráðherrann.  Þegar Hún/hann kvæntist eða giftist, hvoru megin stóð hún/hann við altarið þegar athöfnin fór fram.

Ég vill taka það fram að ég er ekki að tala gegn kynvillu með þessum ummælum.  Ég á aðeins við það að ekki á að gera upp milli einstaklinga eftir kynferði þeirra heldur því sem þeir standa fyrir.


mbl.is Katrín mun fá ráðuneyti eftir orlofið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að vopna lögregluna enn frekar ?

Eigum við að vopna lögregluna frekar en orðið er ?  Hvernig eigum við að gera það ef svo verður ?  Spurningin er um byssur og Taser rafvopn.

Þessar græjur koma sér örugglega fyrir þá lögreglumenn sem vinna úti í fámenninu, einir eða með einn með sér og langt í næstu aðstoð.

Hérna er athygliverður fréttapistill um málið.


Jólasveinar enn á ferð

dancing_deer_mom

Fimm jólasveinar brutust um helgina inn í Sláturhúsið á Hellu og stálu þaðan samtals 670 kílóum af kjötvörum.

Jólarnir voru á tveimur bílum.  Selfosslögreglan stöðvaði bílana rétt austan við Selfoss og fann þýfið.

Þá voru jólasveinarnir beggja bílanna undir áhrifum fíkniefna.

Þetta er fjórða innbrotið í sláturhúsið frá því í ágúst s.l. og leikur grunur á að sömu jólasveina kunni að hafa verið að verki í öll skiptin. Lögreglan á Hvolsvelli sér um rannsókn málsins.  

Það er þokkalegt að vera út úr skakkur við að stela sér til matar.


Það var óþarfi að sleppa þeim strax

Mönnunum þremur sem handteknir voru í kjölfar mótmælanna við Hótel Borg í dag, var sleppt að loknum yfirheyrslum undir kvöld.

Það hefði mátt geyma þá til morguns að skaðlausu.  Það verður að stoppa ofbeldi mótmælanda strax annars fáum við víðlíka uppákomur fram eftir öllum vetri.


mbl.is Þremenningunum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að koma nakinn fram

Fatalaus

Nú er svo komið á blogginu að maður verður að koma nakinn fram ef maður ætlar að fréttablogga  Þetta finnst mér miður.

Ég blogga nú ekki mikið hérna en það verur sennilega lítið sem ekkert eftir breytinguna 1 jan.

Mér er alveg sama hvað þeir gera, þeir skulu aldrei komast að því að ég heiti Túrilla Joensen


Hvað reykir Obama

camel 1

Það er ekki algengt að skrifað sé um reykingar þjóðhöfðingja.  Það er þá helst að það sé skrifað um reykingar Danadrottningar.  Nú hefur Barack Obama bæst í hópinn.

Ætli karlinn reyki Camel eins og ég.

 


mbl.is Obama lofar að reykja ekki í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Árvakur til sölu

Getur Jón Ásgeir ekki farið ofan í rassvasann, er hann ekki að kaupa alla fjölmiðla á Íslandi ?
mbl.is Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að hóta

Er Vilhjálmur að hóta einhverjum aðgerðum Samtaka atvinnulífsins með þessum orðum:  Innflytjendur munu mjög fljótt fara í það far sem var hér áður, þegar menn voru með umboðslaun og alls kyns viðskipti með vörur og þjónustu fram og til baka erlendis áður en varan og þjónustan var tekin inn í landið.
mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strippað á Lækjartorgi

bilde

Hvað er gert við Íslending sem mætir opinberlega fram, úti á götu einungis á brókinni.  Jú hann er þegar tekin úr umferð og fær væna sekt fyrir ósiðsemi.  Hvað með þessar dömur, vissulega eru þær flottar að sjá þó ég sé á móti málstaðnum, einum of öfgakenndur fyrir mig.

Fyrir mörgum árum kom hér japanskur listamaður og var með gjörning á Lækjartorgi.  Hann var nakinn að öðru leiti en að hann var með sárabindi um sprellann á sér, þetta þótti í lagi.

Hvað ætli margir Íslendingar hafa fengið sektir fyrir að bera sig í miðbænum á milli þessara tveggja viðburða.

 


mbl.is Í eigin skinni á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að henda manni út í skuldafenið

penguin

Þetta er glapræði, að fá fólk til að taka jólin á raðgreiðslu.  Það er eins og fá klapp á bakið og henda manni út í skuldafenið, á bóla kaf

Vonandi fer fólk ekki út í þessa vitleysu þar sem endurgreiða þarf en margir gleyma því.

Ég held að fólk ætti að halda að sér höndum þar sem dylgjur eru hjá ráðamönnum um að ástandið eigi eftir að versna verulega eftir áramót. 

 

 


mbl.is Hagkaup býður jólalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband