1.1.2009 | 00:44
Það var óþarfi að sleppa þeim strax
Mönnunum þremur sem handteknir voru í kjölfar mótmælanna við Hótel Borg í dag, var sleppt að loknum yfirheyrslum undir kvöld.
Það hefði mátt geyma þá til morguns að skaðlausu. Það verður að stoppa ofbeldi mótmælanda strax annars fáum við víðlíka uppákomur fram eftir öllum vetri.
Þremenningunum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:46 | Facebook
Athugasemdir
Þú stoppar ekki ofbeldi með því að bæla niður rödd fólksins. Það eina sem mun stoppa mótmæli er að ríkistjórninn segi af sér sem fyrst. Hún hefur ekki fylgi þjóðarinnar það er vitað.
Þvílík afglöp hafa verið gerð í stjórnsýslu hér undanfarinn ár og er landið að brenna fyrir þau mistök núna og næstu árinn. (áratugina eða jafnvel ísland komið á kaldann klaka í ESB ? )
Það þarf að byggja fangelsi fyrir stórann hluta þjóðarinnar ef halda á öllum inni sem munu mótmæla eftir áramót. Þeir skipta þúsundum og hafa enn fleiri þúsund á bakvið sig.
Sú litla prósenta sem er eftir af þjóðinni sem er enn í afneitun yfir ástæðu þessa ástands þarf að gera það áramótaheit við sjálft sig að læra að viðurkenna. Það er Mafía á Íslandi. Það er í nánast öllum þjóðfélögum. Ísland er ekkert öðruvísi. Hérna er hún ennþá faldari en annarstaðar.
Hvorki friðsöm né ofbeldisfull mótmæli skila árangri. Það gera hinsvegar virk mótmæli ef nógu margir taka þátt. Slíkur samtakamáttur er að fæðast núna.
Aktivismi er orð ársins 2009.
Már Gunnarsson. (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:23
hefur þú eitthvað pælt í því að þeim var sleppt af því að þeir höfðu ekkert gert af sér?
Björgvin R. Leifsson, 1.1.2009 kl. 01:29
Er einn af fólkinu...... biðst undan því þegar fólk segist tala fyrir mig. Alhæfing semá sér ekki stoð í raunveruleikanum
o (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:41
Már, þetta var tiltölulega fámennur hópur sem hagaði sér eins og fífl þarna. Að kasta grjóti framan í lögreglumann, sem er aðeins að gera skyldu sína er alveg fráleitt. Að eyðileggja fyrir miljónir er líka fráleitt. Svona lagað flokkast bara undir villimennsku.
Ég hef pælt aðeins í þessu og tel að lögreglan hafi tekið þá sem aðgangsharðastir voru. Svo er alltaf spurningin hver gerði hvað. Einhverjir eru þarna til að ná sér í fjör eins og í miðbæjarslag um helgar. Ekki eru merkileg tilsvör flestra þeirra ungu manna sem talað er við á staðnum af fjölmiðlum og virðast eir ekki vita mikið annað en að það þarf að koma stjórninni frá en virðast ekki vita mikið hvers vegna. Þeir ofbeldisfyllstu eru oft þeir sem minnst vita um hvað málið snýst.
Camel, 1.1.2009 kl. 02:24
Mér finnst að það hefði átt að halda þeim inni í nótt. Þessi mótmæli voru vond og ekki marktæk. Þetta var asnalegt rugl að mínu mati og þeir sem tóku þátt í þessu eru aular. Þetta eyðileggur fyrir okkur sem virkilelga meinum hlutina.
Steini (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.